8.10.2009 | 01:28
Tímamótablogg
Núna styttist óðum í þann dag sem ég ætla að fagna með ættingjum mínum, vinum og þeim sem þekkja mig. Eftir nákvæmlega eitt ár verð ég fimmtug og hef ég ákveðið að setja nokkur markmið mín á blað.
Í dag er ég búin að vera reyklaus í þrjá og hálfan mánuð og hef ég bætt á mig ótrúlega fáum kílóum. Ég er samt of þung og löt. Ég ætla að nota árið sem framundan er til þess að koma mér í betra form en ég er í dag.
Ég ætla að vera nokkrum kílóum léttari og í miklu betra formi á sama tíma að ári. Þegar ég er búin að birta þetta á blogginu mínu get ég ekki annað en staðið mig vel. Ég hef trú á því.
Nú skal blása til sóknar í heilsuræktinni, ég ætla að byrja á því að fara í sund og svo kannski ræktina. Svo lofa ég hundinum mínum að vera duglegri að ganga með hann úti, og fara í lengri göngutúra á næstunni.
Athugasemdir
Ég segi bara eins og hinar stelpurnar; Go Girl , eða þannig.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 01:38
til hamingju með daginn Jóna Kolla
Hólmdís Hjartardóttir, 8.10.2009 kl. 07:57
Að ári; það sem fertugur getur, gerir fimmtugur betur,áfram stelpa.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2009 kl. 12:18
Til hamingju með afmælið
, 8.10.2009 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.