30.10.2009 | 02:24
Hættum að taka lán
Og förum að fá þá sem skuldsettu þjóðina til þess að borga, með því að frysta eigur þeirra og selja svo upp í skuldir. Vonandi verður IceSlave aldrei aftur samþykkt á Alþingi, núna er kannski lag til þess að reyna dómstólaleiðina? Vegna viðbragða Breta og Hollendinga við fyrirvörunum sem samþykktir voru á Alþingi í sumar? Maður spyr sig, hvað er í gangi með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis? ER þöggun í gangi þar, í september var okkur lofað svartri skýrslu þann 1. nóvember, núna er búið að salta skýrsluna vegna alvarleika niðurstöðu hennar? Maður spyr sig, á að sópa öllum hroðanum undir teppið?
Hver bendir á annan í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í mörg ár hefi ég varað við því að íslenska þjóðin taki erlend lán,- eins og efnahagsmálunum er nú komið, - og þá sérstaklega að taka ekki lán hjá þessum AGS (IMF), ... lán frá þeim sjóði eru eitruð, - (það er að segja; að mínu mati).
Ísland má aldrei taka lán hjá þessum sjóði, AGS.
En ég tel jafnframt að þjóðin, sem slík, þurfi ekki á neinu erlendu láni að halda, og megi ekki taka meiri lán. Leiðin út úr vandanum er hinsvegar, að gefa mönnum frelsi til fisiveiða og annara gjaldeyrisskapandi starfa og jafnframt að lækka skatta, skera niður útgjöld ríkis og sveitarfélaga og afnema allar vísitölubindingar, hverju nafni sem nefnast.
Verði farið að þessum ráðum, - þá mun brátt byrta yfir landinu á ný.
Tryggvi Helgason, 30.10.2009 kl. 07:11
Þá er spurningin,heyra eða sjá núverandi ráðamenn vilja allflestra Íslendinga. ,Sennilega, ,þess vegna liggur þeim svona á að koma okkur í ESB. Vald þeirra hangir á bláþræði.
Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.