5.11.2009 | 02:33
Þekkir einhver svona mann/konu?
Ég þekki eina svoleiðis manneskju. Manngerðin sem ég er að spyrja um er, þetta er kannski óvenjulegt. Manneskja sem fer í jarðafarir hjá ókunnugum, bara til þess að fá að borða í erfisdrykkjunni. Þessi manneskja borðar ekki eins og allir hinir, þessi manneskja kemur og étur á sig gat. Og ef einhver þekktur á afmæli, mætir þessi sama manneskja til þess að fá ókeypis að borða og stundum drekka áfengi líka. Finnst ykkur það ekki vera misnotkun að mæta í jarðafarir hjá ókunnugum bara til þess að éta?
Athugasemdir
Voðaleg bilun er þetta! Að fara í jarðarför að óþörfu? Jarðarfarir eru svo hryllilega leiðinlegt fyrirbæri að ég veit ekki einu sinni hvort ég nenni að mæta í mína eigin...annars er þetta þekkt fyrirbæri í USA. Stundum bara fátækt sem rekur fólk í svona matartíma og stundum bara agaleg níska. Annars er þetta góð hugmynd í krepputímum. Það er of mikil pressa á Rauða Krossinum. Mætti alveg nota jarðarfarir í hjálparstarfið...það þarf bara að bæta við í jarðarfararauglýsinguna: "ALLIR VELKOMNIR!"
Óskar Arnórsson, 5.11.2009 kl. 04:45
Gleymdi einu..nei, ég þekki engan. Enn ég þekki svo horað fólk sem þarf á því að halda og myndi ég ráðleggja því að fara í 2 jarðarfarir á dag...og éta...og kirkjan á að borga matinn og brennivínið. Ekkert ofgóðir til þess. Takk fyrir skemmtilega færslu. Við hlógum svo mikið hér, að við héldum að við mundum drepast...
Óskar Arnórsson, 5.11.2009 kl. 04:51
Ja, hérna, þú segir nokkuð, það sem sumir láta sér koma til hugar.
Það er eins gott að fylgjast vel með, en það er jarðarför í minni fjölskyldu í næstu viku. Ætli þar verði einhverjir ókunnugir á stái?
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 5.11.2009 kl. 15:51
Tvíburasystur vinkonur mínar héldu upp á 60tugs afmæli sitt fyrir x mörgum árum. Hvorugar könnuðust við nokkuð yngri mann,sem mætti í afmælið. Hann færði þeim sín hvorri rauða rós,með hamingjuóskum. Báðar héldu að hin þekkti hann og tóku því undir,þökkuðu fyrir sig. Veisluföng voru hlaðið borð af allskonar kjöt og fiskréttum,auk áfengra drykkja. Boðflennan hélt síðan ræðu,mettur og léttur. Það upplýstist síðar að gæinn stundaði þetta,lagði í einhverjar njósnir,um heiti afmælisbarna,þá var honum ekkert að vanbúnaði.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2009 kl. 21:47
Er þetta ekki spurning um sjálfbjargarviðleitni? Bara spyr. Sagan um tvíburasysturnar er fyndin finnst mér Ræða og alles. Þvílík óforskömmugheit. ég veit ekki einu sinni hvort maður á að hneyksast á svona. ég myndi aldrei gera svona, en þetta er að minnsta kosti saklausara en að gera fólk eignalaust með einhverri fjandans útrás.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2009 kl. 23:47
Mér finnst þetta svo óforskammað að mæta í jarðafarir hjá ókunnugum bara til þess að éta á sig gat, manneskjan sem ég þekki er gráðug og nísk líka. En auðvitað jafnast þetta ekki á við útrásarbarónana, þeir eru siðlausir og flestir ábyggilega líka mjög gráðugir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2009 kl. 00:03
Já Ásthildur mín,saklaust svo langt sem það nær. Ég og fleiri vorum grunlaus meðan hann hélt ræðuna. En málsbæturnar sem hann fær hjá mér,er að hann reyndi ekki að stela neinu,engu af gjöfunum sem voru þarna á borðunum. Kanski tók hann rósirnar úr blómabúkketi þarna,ekki auðvelt að sjá það.
Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2009 kl. 00:04
Hann Már gerði þetta. Hann fór þó EKKI í jarðarförina, BARA í erfisdrykkjuna.
Hann er hættur þessu núna; enda dauður.
Hann var alltaf í skítagalla og drullugur upp fyrir haus; vann líka þannig vinnu. En alltaf strílaði karlinn sig upp fyrir átið, - svona eins og hann gat.
Samstarfskona mín tók hann í gegn þegar hann mætti í erfisdrykkju móður hennar, og hún VISSI að hann var hvergi skyldur né tengdur.
Már var svona eins og maður segir "Ekki eins og fólk er flest".
Dómadags frekja samt. Þótt maður sé vitlaus og heimskur þá þarf það ekki að þýða að maður sé rakinn dóni líka.
Eygló, 6.11.2009 kl. 00:12
Þessi sem ég þekki strílar sig upp og sé ég alltaf hvenær hann er í jarðarfarafötunum sínum. Þá spyr ég hver dó? og hvernig þekktir þú hann/hana. Svo kemur eitthvað ævintýri, sem ég trúi ekki. Stundum þekkti hann einhvern vin þess látna, og stundum var sá látni þekkt andlit. Allavega virðist hann velja fjölmennar athafnir, samt er hann ekki eins og fólk er flest.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2009 kl. 00:19
Og, veistu hvað kostar snittan? Eða hnallþóran? Nei, í alvöru, þetta er ólíðandi og fúlt.
Eygló, 6.11.2009 kl. 00:21
Borga aðstandendur ekki eftir fjölda þeirra sem mættu í erfisdrykkjuna? Ég held að flestir kaupi erfisdrykkur í dag, ákveðin krónutala á hvern sem mætir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2009 kl. 00:39
Þegar pabbi var jarðsettur þá sá kvenfélagið hér í Grundarfirði um erfidrykkjuna. Gestabók var látin liggja frammi og svo var gert upp. Alveg eins og þú segir, viss krónutala á hvern.
Þráinn Jökull Elísson, 6.11.2009 kl. 00:56
Ég þekki aldraða konu sem átti það til á meðan hún var góð til gangs og heilsu að mæta í jarðarför hjá frægum. Þetta gerði hún til að vita hvaða aðra fræga einstaklinga viðkomandi átti að vinum. Svo hafði hún gaman af að segja vinnufélögum og fólki í heitum sundlaugarpotti frá.
Jens Guð, 6.11.2009 kl. 01:03
Satt segiði, óforskammað og dónalegt. Eins og margir benda á, er getur þetta verið fjárhagslega óþolandi líka, þar sem snittan og kakan á mann, er ekkert gefins, og blessaðir aðstandendur verða bara að borga. Í erfðadrykkju landsfrægs manns tengdum mér, mætti t.d. hálf Grund í erfðadrykkjuna, mættu samt auðvitað alls ekki í kirkjuna, enda ekki komist fyrir.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.11.2009 kl. 03:04
Annars er ég með snyrtilega lausn á þessum vanda.
Við útför eru venjulega afhentir sérprentaðir sálmabæklingar, með þeim mætti fylgja sérprentaður boðsmiði í erfisdrykkju, sem síðan er afhentur við innganginn. Fúlt ég veit, en það er óþarfi að setja aðstandendur á hausinn líka, þegar erfisdrykkjan er gerð upp. Nóg er nú peningaaustrið samt í kringum eina útför.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.11.2009 kl. 03:33
Ég hef reyndar alltaf verið frekar á móti erfidrykkjum. Mér finnst allt í lagi að bjóða nánustu ættingjum í kaffi heima, en þetta er algjörlega úr takti við raunveruleikann, þessar erfidrykkjur.
Fór nú samt sem áður í erfidrykkju úti á landi um daginn. Hún var haldin á hóteli í bænum og ég áttaði mig á því að hún var eins íburðarmikil og ferming í sömu fjölskyldu sem haldin var á sama hóteli nokkrum árum áður. Það vantaði bara styttu tertuna.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 6.11.2009 kl. 10:09
Mér finnst þetta vera sjálfsbjargarviðleitni.
Offari, 6.11.2009 kl. 10:29
Er ekki verið að tala um veik fólk þarna?
Þekkti eina konu í Eyjum sem fór í allar jarðafarir og grét. Eftir eina jarðaför spurði kerla? Hvern var verið að jarða? Færeying. Ég hefði mátt sleppa grátnum sagði sú gamla.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 17:42
Bíddu, er þetta ekki upplagt fyrir svanga í hællærinu núna ?
Vigdís Ágústsdóttir, 6.11.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.