Áminning

Mér blöskrar hvað fólk er gleymið.  Ég man þegar Síminn var seldur, ég man líka að andvirði Símans átti að renna til byggingar Hátæknisjúkrahúss.  Hvað varð um alla milljarðana sem fengust við sölu Símans á sínum tíma?  Svo er annað sem ég hef áhyggjur af, hversvegna á að byggja þetta nýja sjúkrahús í Vatnsmýrinni?  Væri ekki betra að finna stað með betra aðgengi og ekki á svona fjölförnum stað í gamla bænum?  Umferðin í kring um gamla Landsspítalann er allt of mikil fyrir þetta gamla hverfi. 
mbl.is „Of miklar umbúðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Engu gleymt, í stuttu máli:

Síminn seldur 2005 á tæpa 67 milljarða, eftir að Davíð veiktist hastarlega og naut frábærrar þjónustu innan Landsspítalans, steig hann á stokk fullfrískur og hét að verja helming upphæðarinnar í "hátæknisjúkrahús".

Síðan fóru arkitektar á flug, ein tillagan gekk út á að rífa "tanngarð", ekki einu sinni fullklárað hús, þá hætti ég að nenna fylgjast með.

Þessi fjárhæð hlýtur að vera eyrnarmerkt "hátæknisjúkrahús" inn á bók í (útlendum) banka, restin átti að fara í lækkun ríkisskulda, og nokkur vegavinnuverkefni.  Síðan liðu 3 ár, fyrirtækið sem "keypti" símann,  skuldsetti sig til tunglsins og fór á hausinn. 

Ríkið getur því væntanlega aftur farið að hirða 7 til 10 milljarða arð á ári af Símanum.  Vona bara að allir haldi heilsu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.11.2009 kl. 03:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einhver sagði að Síminn hefði aldrei verið greiddur, þannig að sennilega eru þeir peningar á Tortóla eða einhversstaðar á góðum stað.  Sem sagt Landsbankinn síminn og fleiri vinargreiðagjafir voru aldrei greiddar, heldur gefnar.  En svona var Ísland 2007... og er ennþá sýnist mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2009 kl. 10:23

3 Smámynd:

 Hef tjáð mig um þennan horrorsspítala og ég ætla mér ekki að komast yfir þessa vitleysu 

, 6.11.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband