Já, ég er fylgjandi hálaunaskatti

En hvað er að hjá stjórnarherrunum?  Það að hækka virðisaukaskattinn eins og hér segir " 7%, en vsk. á bækur, geisladiska og hótelgistingu tvöfaldist og verði 14%. Vsk. á kex, gosdrykki og safa hækki úr 7% í 25%"  finnst mér ekki í lagi. 

 Á meðan þessar skattahækkanir eru ræddar, fær spillingarliðið ennþá ofurlaunin fyrir það að gera nákvæmlega það sama og fyrir hrunið.  Ekki hefur ein króna verið spöruð í óráðssíunni í stjórnsýslunni.  Bankastjórar sem létu banka fara á hausinn og fengu kúlulán niðurfelld, eru bankastjórar í nýju bönkunum.  Ekki einn af spillingarliðinu hefur misst vinnuna, stjórnvöld þora ekki að láta þetta fólk fara. 

Ég trúi því að ekki fyrr en við fólkið komum þessu spillingarliði frá, geti alvöru uppbygging hafist.  Á nýjum forsendum.  Spillingarliðinu verður að koma frá völdum fyrr verður ekki friður hérna á Íslandi.  Fyrr læknast fólk ekki af þessarri áfallasteituröskun sem virðis hrjá marga í dag. 


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það þarf að taka til í skilanefndum bankanna. Þar eru þeir sem maka krókinn. Bið að heilsa genginu.

Þráinn Jökull Elísson, 10.11.2009 kl. 01:39

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Fólk hefur nú misst vinnuna fyrir minni sakir.  Þetta er alveg óþolandi ástand og svo virðist sem hlutirnir verði óbreyttir áfram.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.11.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband