10.11.2009 | 12:40
Hvað kostaði afskrift kúluláns Tryggva þjóðina?
Ég fann gamla frétt úr Dv síðan í vor, nánar tiltekið þann 10. mars 2009. Þannig lítur fréttin út "Einkahlutafélag í eigu þáverandi forstjóra fjárfestingabankans Askar Capital, Tryggva Þórs Herbertssonar, fékk 150 milljóna kúlulán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum árið 2007. Tryggvi Þór seldi síðan einkahlutafélagið til Askar þegar hann hætti hjá bankanum í fyrrasumar og skildi skuldirnar af lánunum eftir inni í félaginu. Vilhjálmur Bjarnason segir að slíkir viðskiptahættir hafi leitt til hruns íslensku bankanna.
Varnagli, einkahlutafélag í eigu Tryggva Þórs Herbertssonar, fékk 150 milljóna króna lán frá Askar Capital árið 2007 til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Tryggvi Þór var þá forstjóri fyrirtækisins. Veðið fyrir láninu var í hlutabréfunum sjálfum og var 50 prósent af andvirði þeirra. Hann fékk jafnframt 150 milljóna króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Askar.
Tryggvi Þór, sem er prófessor við Háskólann í Reykjavík og þátttakandi í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, staðfestir þetta í samtali við DV. "
hér er hlekkur á fréttina -> http://www.dv.is/frettir/2009/3/10/tryggvi-fekk-150-milljona-kululan/
Spyr um áhrif tekjuskattshækkana á greiðslugetu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað kemur kúlulán Tryggva málinu við. Þetta eru samt sem áður virkilega góðar og gildar spurningar hjá honum enda þarf að hugsa þessi mál til enda.
Ægir Örn Sveinsson, 10.11.2009 kl. 12:52
Þú gætir þá allavega linkað líka á bloggfærslu Tryggva þar sem hann gerir grein fyrir málinu. Enginn hagnaðist, enginn tapaði. En það hentar þér ekki, nei!
Eftir stendur að spurningar Tryggva eru bara fullkomlega eðlilegar. Það er fullt af fólki sem verður fyrir áhrifum og beinni kjaraskerðingu af völdum þessa. Mér finnst sjálfsagt að ríkisstjórnin reyni að sjá fyrir afleiðingar af eigin getuleysi! En hún er of getulaus til þess!
Byltingarforinginn, 10.11.2009 kl. 14:07
Spurning hvort hefði ekki líka þurft að linka á öll viðtöl við Vilhjálmur Bjarnason sem "segir að slíkir viðskiptahættir hafi leitt til hruns íslensku bankanna." Svona til að gæta allra sjónarmiða um herjir högnuðust og hverjir töpuðu á kúlulánum til hlutabréfakaupa.
Magnús Sigurðsson, 10.11.2009 kl. 14:59
Ég er algjörlega á móti því að þingmenn sitji á Alþingi okkar Íslendinga, sem tekið hafa kúlulán. Ég vil sjá Tryggva og Þorgerði segja af sér, og aðrir þingmenn ef þeir hafa fengið svipaða lánafyrirgreiðslu og annað óreiðufólk.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.11.2009 kl. 16:54
Sammála þér Jóna Kolbrún. Það er sorglegt þegar fólk sér ekki spillinguna rétt við nefið á sér af því að ÞEIRRA menn voru að gera það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.