Slysavarðsstofan um helgar.

Ég held að það væri ráð að sinna ekki fíklum á slysavarðsstofunni, kannski væri hægt að opna litla stofu í miðbænum þar sem fíklar gætu leitað þegar fráhvörf hrjá þá.  Ég hef þurft að fara með dóttur mína á slysavarðsstofuna þrisvar á þessu ári og hef ég undrast hversvegna fíklar eru þar á biðstofunni stundum margir í einu.  Væri ekki ráð að hafa afdrep nálægt miðbænum með lækni, og öflugum dyraverði sem hefði stjórn á hlutunum?  Hvaða lyf fá fíklarnir á slysavarðsstofunni?  Maður spyr sig.
mbl.is Slagsmál á bráðamóttökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Frekar kysi ég að þeir frysu úti en að fá að ganga svona berserksgang þar sem safnast saman veikir og slasaðir og ungir sem gamlir.

Ég segði þetta kannski ekki ef ég ætti son/dóttur sem væri fíkill, en þarna verður að velja hagsmuni "hinna" skjólstæðinga Bráðavaktarinnar fram yfir stjórnlaust fólk sem hagar sér sem bestíur, undir áhrifum eður ei.

Eygló, 24.11.2009 kl. 04:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð minn góður þvílíkt viðhorf hér hjá Eygló.  Ég vona að þessi orð séu sögð í hita augnabliks en ekki viðhorfið til fólks sem er veikt.

Ég er sammála þér Jóna Kolbrún það væri góð hugmynd að hafa sérstaka stofu þar sem fíflar geti leitað.  Það mætti til dæmis vera forgarður á lokaðri meðferðarstofnun sem þarf virkilega að koma á fót.  Hér er löngu allt farið úr böndum í málefnum fíkla, og yfirvöld hreinlega gefist upp á vandamálinu.  Stjórnvöld bera ábyrgð á öllum sínum þegnum og það er með ólíkindum hve lengi þeim hefur haldist uppi með að koma sér undan ábyrgðinni á fíklum og aðstandendum þeirra. 

Ef til vill á viðhorfið sem birtist hér að ofan sinn þátt í því.  Þau eru þriðja flokks eða réttdræp að sumra mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef kynnst mörgum fíklum vegna starfa minna á barnum,  ég hef fulla samúð með þeim.  Það má aldrei mismuna fólki, en það þarf að finna úrræði fyrir fíkla aðra en Slysavarðstofuna.  Fíklar í fráhvörfum eiga ekkert erindi að bíða með slösuðum og fárveiku fólki á öllum aldri. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Eygló

ÁCÞ. Vona að þú hafi lesið öll orðin í athugasemdinni minni. Vona líka að þú meinir það ekki að kalla eiturlyfjasjúklinga fífla, enda gerirðu það ekki í hvert skipti; einu sinni.

Segi það satt að sæi ég lítið barn borið inn slasað og miður sín sem lenti í kös stjórnlausra, ofbeldisfullra og ofsóknarbrjálaðra fíkniefnaneytenda (sem einu sinni voru lítil börn), myndi ég sjálf reyna að ganga á milli þótt ég hefði ekki roð við þeim.

Eygló, 25.11.2009 kl. 03:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Eygló ég kalla þá fíkla, maður getur alltaf misst sig á lyklaborðinu. Það sem ég var að setja út á er þessi setning þín að þeir megi frjósa úti.  Það er ekki leiðin að útiloka veikt fólk frá bráðavakt eða sjúkrahúsum.  Hins vegar skil ég vandamálið og tel að það þurfi að efla vaktir eða eins og Jóna Kolbrún bendir á koma á fót samastað þar sem fíklar geta leitað í nauðum sínum.  Það eru nefnilega fordómar eins og birtast hjá þér í upphafsinnlegginu sem við aðstandendur fíkla erum að berjast við endalaust.  Og gerir sitt til þess að ekkert er gert af viti í málefnum þessara brotnu einstaklinga.  Nema beita á þá löggunni, eða bara óska þeim út á Guð og gaddinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband