Auðvitað eigum við að fá að kjósa um IceSlave í þjóðaratkvæðagreiðslu

Í svona mikilvægu máli er það nauðsyn að fá að vita vilja fólksins í landinu, þjóðaratkvæðagreiðsla er það sem á að ráða úrslitum í IceSlave.  Mér finnst að alþingismenn geri sér ekki grein fyrir því hvað við fólkið í landinu viljum.  Það eru komnar yfir 30.000 undirskriftir vegna áskorunar á forseta okkar til þess að synja IceSlave ánauðinni.  Og leggja málið í dóm þjóðarinnar.  Þarf stjórnin ekki að fara að taka tillit til vilja fólksins?  Ég styð þjóðaratkvæðagreiðslu í öllum málum sem varða þjóðarhag. 
mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Höfum við nokkurntíma tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu nema í forsetakosningum. Er ekki tími til kominn? Minnist kosninganna þegar Ásgeir Ásgeirs og séra Bjarni Jónsson voru í framboði. Þá sýndi þjóðin að hún kaus ekki eftir neinum flokkslínum. Þessir menn voru báðir frábærar persónur,en þjóðin vissi hver hentaði betur í forsetaembættið. Efast ekki um að,ef við hefðum verið að kjósa okkur biskup hefði séra Bjarni verið kosinn.       Held að í pólitík séum við eins og litað kapplið (U.B.K. K.R. Fram,Valur osfrv.) En þegar við kjósum beint um þjóðhöfðingja eða, eins og núna, um gífurlega hagsmuni og framtíð barna okkar,hikum við ekki,    "þau eiga það alltaf skilið".      

Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Getur ekki eitthvað flugfélag boðið Jóhönnu vinnu?

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 06:51

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Sá í fréttum nýlega að Rússar séu ekki enn búnir að ákveða hvaða dýr verður lukkudýr vetrarólympíuleikanna sem haldnir verða þar einhvern tíma í náinni framtíð.  Ó, nei, sú ákvörðun bíður niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu

En við Íslendingar, við höfum ekki vit á einu né neinu og höfum ekkert með þjóðaratkvæðagreiðslu að gera.  Það virðist allavega vera álit stjórnarherranna í þessu bananalýðveldi

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 11.12.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband