Pörun þingmanna?

Hversvegna hef ég aldrei heyrt um þessa aðgerð áður?  Er þetta eitthvað nýtt í stjórnsýslunni?  Hversvegna mótmælti Siv Friðleifsdóttir ekki þessari pörun?  Var hún sátt við svona hrókeringu á þinginu?  Hvert er lýðræðið Ísland komið?  Maður spyr sig
mbl.is Siv pöruð út á móti Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta nefnist "realpólitík" eða raunsæisstjórnmál. Um tvo kosti var að velja: 1. Að nota umrædda pörun. 2. Að hætta við að senda Helga Hjörvar á vegum þingsins til útlanda.

Pörunin var ekki andlýðræðisleg heldur þvert á móti var þess gætt að lýðræðisleg hlutföll héldust óbreytt á þinginu.

Ómar Ragnarsson, 10.12.2009 kl. 05:25

2 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Það er löng hefð fyrir þessu á Alþingi. Gerist a.m.k. nokkrum sinnum á ári og hefur gert um árabil.

Sigurður E. Vilhelmsson, 10.12.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum segi nú ekki margt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2009 kl. 14:53

4 Smámynd: Eygló

Von þú spyrjir Jóna mín, en þú hefur sennilega bara ekki setið á þingi :)

Eygló, 10.12.2009 kl. 18:13

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef fylgst með pólitík í 30 ár og hafði ég aldrei tekið eftir svona hrókeringum.  Væri ekki heillavænlegra að kalla inn varamenn, þegar þingmenn þurfa að sækja svona ráðstefnur í útlöndum???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2009 kl. 02:02

6 Smámynd: Eygló

Ekki þykir það koma út á það sama.

Ef að þetta væri nú versti ágallinn á stjórn landsins værum við nú í Paradís.

Eygló, 11.12.2009 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband