13.12.2009 | 01:25
Loksins alvöru rannsókn
Þessi efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar er talin mjög góð, það hef ég lesið hér og þar. Ég fagna því að efnahagsbrotadeildin ætlar að rannsaka lán sem tengjast ýmsum þekktum mönnum.
Er ekki kominn tími á smá upplýsingar frá Evu Joly? Ég er orðin forvitin að vita hvernig rannsóknin sem hún stjórnar gengur. Svo er ég forvitin að vita hversvegna Björgólfur Thor er ennþá í stórtækum fjárfestingum, var hann ekki einn af aðaleigendum Landsbankans? Maðurinn á bakvið IceSlave? Maður spyr sig.
Bretar hefja rannsókn á íslensku bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mikið er gott að einhver nær í rassgatið á þessum sökudólgum sem áttu bankana.. kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 02:40
já ma'ur spyr sig
Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2009 kl. 04:35
maður....
Hólmdís Hjartardóttir, 13.12.2009 kl. 04:36
Ég hélt að bretar ættu nóg með að rannsaka sína eigin banka - en það er kanski auðveldara að skoða misgjörðir annara -
annars hef ég velt því fyrir mér hversvegna unnt var og heimilt að frysta eigur ráðuneytisstjórans - bannað að frysta eigur hákrlanna t.d. Jóns Ásgeirs - Björgólfsfeðga - KB stjóranna - Landsbankastjóranna o.fl.
ég hélt að það giltu ein lög í landinu - kanski er það ekki rétt hjá mér -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2009 kl. 09:22
Auðvitað átti að fyrsta eigur BG... En samdægur, jafnvel daginn áður, átti að vera búið að taka hina í frystihúsið.
Ég heyrði Evu Joly nefnda (í fréttum RÚV) í samhengi við þessa bresku rannsókn.
Eygló, 13.12.2009 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.