Ég fagna hverju skipti þegar ég er stoppuð af lögreglunni

Mér finnst það bara vera allt of sjaldan.  Ég er að vinna á kvöldin og hef ég gert það mjög lengi.  Á rúmum 2o árum hef ég bara verið stoppuð 3. sinnum.  Ég hef verið látin blása í fyrst blöðru svo nýtískumæli. Hver ökumaður sem lögreglan stoppar og er undir áhrifum áfengis eða fíkniefna minnkar líkurnar á því að við hin lendum í slæmum málum.

 Ég vild að lögreglan gæti sinnt svona fyrirbyggjandi vinnu meira en gert er í dag.  Þegar lögreglan þarf að búa við niðurskurð og jafnvel uppsagnir. 

Ég man það að í gamla daga þegar pabbi minn var ennþá að vinna á Borginni, var hann iðulega stoppaður á heimleið frá vinnu sinni, og alltaf á gömlu Sólarlagsbrautinni.  Í dag heitir Sólarlagsbrautin Eiðisgrandi. 

Ég kalla Eiðisgrandann alltaf Sólarlagsbraut, annað nafn finnst mér ekki hæfa þessarri götu. 


mbl.is Fimmtungur án skírteinis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Um nokkurra ára skeið bjó ég í næsta hús við Broadway.  Það eru nokkrir barir þarna á einni þúfu.  Fyrir utan Broadway er bar á Hótel Íslandi.  Það er pöbb á 2. hæð fyrir ofan Vitaborgarann.  Classic Rock sportbar er í næsta húsi.  Skáhalt fyrir neðan er barinn á Hótel Nordica og þar fyrir aftan er bar kenndur við Pool.

  Lögreglan vaktaði þetta svæði iðulega á kvöldin.  Lá í leyni og sirkaði út þá sem settust ölvaðir undir stýri.  Og voru nokkuð naskir á að fiska þá úr.  Aðra "bögguðu" þeir yfirleitt ekki.  

  Ég bjó á 4ðu hæð og hafði gott útsýni yfir þetta.  Fylgdist oft mér til skemmtunar með vinnubrögðum löggunnar.

Jens Guð, 14.12.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst vanta þetta eftirlit sem virkaði svo vel í gamla daga.  Núna liggur lögreglan ekki í leyni, og reynir að stöðva ökumenn sem aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.12.2009 kl. 01:58

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.quake.is/myndir/gallery/album84/IMG_0233    Ég var að googla nafnið mitt í kvöld og fann ég þessar myndir þar, bróðir minn tók myndirnar hann Eyjóflur Garðarsson. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.12.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband