Ástarbréf?

Ég skil ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að kalla þessi eitruðu skuldabréf ástarbréf.  Jón Jónsson gat ekki fengið smá lán án ábyrgðarmanna eða almennilegra fasteignaveða. 

Útrásarbarónarnir fengu lán, bara vegna ástar seðlabankastjóranna á þeim?  Þannig lítur þetta allavega út fyrir mér.  Einkavinaástarbréfin hafa kostað okkur þjóðina mörg hundruð milljarða. 

 Ég vil að stjórninni verði steypt af stóli og embættismenn reknir.  Núna verður almenningur að fara að taka af skarið og reka þetta fólk sem ætlar að hneppa börnin okkar og barnabörn í þrældóm.


mbl.is Afdrifarík mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna

Ertu í alvörunni ekki alveg í sambandi?

Ríkisstjórnin sem bar ábyrgð var rekin í apríl.

Seðlabankastjórinn var síðan rekinn í kjölfar nýrrar ríkisstjórnar.

Bara svona til að upplýsa þig um það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Þar sem þú virðist vera ein af þeim sem ert mjög fljót að gleyma. Líklega mundir þú kjósa sjálfstæðisflokkin aftur til að leifa þeim að halda áfram að riðlast á þjóðinni eins og þeir eru búnir að gera síðastliðin 18 - 20 ár.

Hanna, 15.12.2009 kl. 03:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þó maður treysti ekki núverandi ríkisstjórn er ekki þar með sagt að maður sé búin að gleyma Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.  Nei hér þarf eitthvað meira til.  Ég vil sjá sameiningu Hreyfingarinnar, Frjálslyndaflokksins og þeirra sem eru með heilli há í Vinstri grænum, Lilju Mósesdóttir og Ögmund Jónasson.  Ef þau gætu myndað breiðfylkingu af nýju fersku fólki er ég viss um að fjórflokkurinn myndi minnka til muna.  Hér þarf byltingu ekki gamla belgi inn aftur og aftur.  Það má benda á að Samfylkingin er alls ekki saklaus af hruninu eins og hún reynir að telja fólki trú um.  Frú Ingibjörg er blóðug upp fyrir axlir í því dæmi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Stjórnkerfið í þessu landi er spillt, það virðist vera alveg sama hvaða flokkar eru við stjórnartaumana.  Allt saman tóm einkavinavæðing og níðingsskapur gagnvart almenningi.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 15.12.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hanna ég óska þér til hamingju með skoðanir þínar.  Þú er svo vel upplýst!!  Hvar hefur þú verið allt mitt líf?  Þú þarft ekki að upplýsa mig, ég afla mér upplýsinga á hverjum degi!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.12.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband