Þjóðaratkvæðagreiðslan og framkvæmdin

Hvernig verður þessari þjóðaratkvæðagreiðslu háttað?  Verður notast við netið, t.d í gegnum ríkisskattstjóra?  Hefur ekki stór hluti kjósenda aðgang að rsk.is.  Svo verður náttúrulega að koma til móts við hina sem ekki hafa aðgang að tölvu, eða kunnáttu til þess að nota tölvu. 

Hvernig verður svo kynningu á samninginum háttað?  Fáum við aðgang að öllum gögnum?  Verður allt uppi á borði, eða verður sami háttur hafður á og í þinginu.  Verður feluleikur með staðreyndir og samningsatriði?  Ég ætla að vona að þjóðin fái að lesa allt það sem hún vill lesa í aðdraganda þessarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Hvað sem verður þakka ég Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir það að standa með þjóðinni.  Stjórnin kaus að hunsa vilja þjóðarinnar, kannski að hún læri núna að hlusta á þjóðina.  Mér finnst ég loksins vera orðin ein af þjóðinni, eftir langt hlé. 


mbl.is Undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Með hvaða þjóð stendur Ólafur Ragnar? Hann tekur gríðarlega áhættu fyrir okkur Íslendinga. Lánshæfimatið snarlækkar og möguleikar að byggja upp atvinnulífið verður erfiðara og einhæfara en áður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir með þér Jóna Kolbrún mín, mér er léttir í dag, finnst eins og við höfum rekið af okkur slíðruorð á einhvern hátt.  En þegar stórt er spurt........

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband