Spillingarliðið fær póst

Eftir áhorf á Kastljós kvöldsins getur engum dulist að spillingin er svo gríðarleg að ég undrast það að aðeins tólf manneskjur hafi fengið svona bréf.  Ætli það sé búið að hvítþvo alla hina? 

 Ég undrast það að kúlulánafólkið og aðrir alþingismenn sem matað hafa krókinn og hyglað sér og sínum sitji ennþá á Alþingi okkar Íslendinga.  Ég held að engin sátt verði í þjóðfélaginu á meðan spillingarliðið situr á Alþingi.  Ég vil að flokkarnir ráðleggi þingmönnum að segja af sér og kalla inn varamenn, þangað til að nýtt fólk fæst í vinnuna. 


mbl.is 12 hafa fengið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eftir því sem mér skilst er þetta ekki heildartala sekra heldur þeir sem ekki hafa fengið andmælarétt.  Vona allavega að það sé þannig.  Við skulum samt fylgjast vel með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband