Nei, nei, nei ekki nýjan samning, fyrst þarf að kjósa um þann gamla í þjóðaratkvæðagreiðslu

ERTU HLYNTUR LÝÐRÆÐI OG LÝÐRÆÐISUMBÓTUM? Ef svo er þá hvet ég þig til að fara niður í
Laugardalshöll og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin.
núna strax í dag. Þegar tugir þúsunda hafa kosið geta yfirvöld ekki
tekið af okkur þennan rétt, sem er lögbundinn í stjórnarskránni.

KJÓSUM NEI við þrælavæðandi Icesavelögunum. Það er opið í Laugardalshöllinni frá kl. 10-22 alla daga. Látiði skilaboðin ganga!



mbl.is Umsókn Íslendinga rædd í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er búið að taka þetta mál úr höndunum stjórnvalda  og fá það þjóðinni og það er búið að gefa það út að hún ætlar að tala 6 mars´10.  Það eina sem stjórnvöld hafa umboð til að gera er að draga sínar fáránlegu gerðir til baka.

Allar aðrar aðgerðir stjórnvalda í þessu máli eru ólöglegar.  Allt samninga makk stjórn valda fyrir 6 mars er bara bull óvita, en það er eins og það skilji það eingin, hvorki stjórn né stjórnarandstaða.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2010 kl. 07:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er búin að kjósa og segja NEI.  Við skulum ekki láta taka lýðræðislegan rétt okkar úr höndunum á okkur af þessari velferðar og jafnaðarstjórn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2010 kl. 19:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það sem meira er nú eiga að gefast fleiri tækifæri til að kynna okkar málstað,því von er á fréttamönnum,í tilefni kosninganna.

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband