Honum var ekki vært lengur utan fangelsismúranna?

Lögreglan stóð sig svo vel í leitinni að strokufanganum, að hún fann tvo fíkniefnasölumenn.  Ætli þeir hafi ekki sagt til strokufangans?  Það er ekki gott í fíkniefnaheiminum að fangi sé týndur, lögreglan virðist vera allstaðar og finna allskonar fíkniefnasölumenn í leiðinni. 
mbl.is Fanginn gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Mig grunar að ýmsir þeir sem löggan hafi leitað hjá, hafi fengið nóg eftir húsleitina hjá sér, og sett strokufangann upp við vegg. Þá fór skynsemin kannski í gang hjá gæjanum, og hann gaf sig bara loksins fram? Hann græðir kannski ekki mikið á þessu, á endanum. En vonandi hefur hann lært eitthvað af þessari útivist sinni. :)

Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:27

2 Smámynd: corvus corax

Strokufanginn er búinn að hafa lögregluna og fangelsismálayfirvöld að algjörum fíflum í nokkra daga. Bara það hlýtur að hafa verið flóttans virði fyrir hann. Auðvitað gat hann látið sig hverfa úr landi og löggan hefði aldrei fundið hann. Svo gefur hann sig fram og verður örugglega verðlaunaður með helgarfríi á morgun og hinn ...það væri eftir öðrum heimskulegheitum yfirvalda.

corvus corax, 5.3.2010 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband