Þarf ekki að setja nýjar reglur?

Hvernig væri það að nýjar reglur væru settar á ferðalanga sem hætta sér inn á gossvæðið.  Ég held að best væri að setja reglugerð, þar sem fólk sem hættir sér of nálægt gosinu sé á eigin ábyrgð, og bílarnir þeirra líka? 

Það gæti kannski virkað sem fælandi fyrir óábyrga ferðamenn sem hætta sér of nálægt gosstöðvunum.  Setja t.d lög á þá sem fara nær gosinu en 500 metra eða hvað sem lögreglan og almannavarnir koma sér saman um, þá sé fólk ótryggt? 

Það virðist ekki virka að ráðleggja fólki, ef skírar reglur væru um þetta og þær kynntar ferðamönnum á áberandi stað, þá gæti það virkað betur. 


mbl.is Smala fólki af gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Smölun gengur illa um þessar mundir. Eitthvað kostar nú þessi sjálfboða-liðsstörf björgunarfélaganna.Þeir ættu einir að búa að rakettusölu fyrir gamlárskvöld.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2010 kl. 02:25

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Á ábyrgð hvers er þá fólk í 501m fjarlægð frá gosinu? Jóhönnu? Gera verður ráð fyrir að heilvita fólk beri ábyrgð á sjálfu sér. Fyrir hina sem eru hálvitar gagnast svona lög lítið. Þess vegna er það tilganslaus tímasóun að standi í slíkri lagassetningu. 

Hins vegar væri tilvalið að banna með lögum, að skeina sig með blöðum...

Hörður Þórðarson, 3.4.2010 kl. 02:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg nálgun hjá þér Hörður, Helga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2010 kl. 02:32

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá myndir af svona gulum lögregluborða í einhverri gosfréttinni í gær, t.d gæti fólk sem fer inn fyrir borða lögreglunnar verið á eigin ábyrgð?????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2010 kl. 02:34

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er eins og sumir hlusti aldrei og rekist ekki í hópum frekar en kettir

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 13:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég er alveg sammála þér Jóna Kolbrún ég er orðin gáttuð á þessari hegðun fólks.  Það mætti halda að það teldi sig vera að fara í húsdýragarðinn eins og Ragna sagði.  Slík er ábyrgðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband