Léttir ársins

Ég var að útrétta í gærdag, og þurfti ég að fara inn í Skeifu.  Þegar ég var akandi um Skeifuna rak ég augun í Aðalskoðun, mér datt í hug að panta tíma fyrir bílinn minn í skoðun þar sem númerið á bílnum endar á 2. 

Ég fór inn í skoðunarstöðina og ætlaði að panta tíma, þar var mér sagt að ekki þyrfti að panta tíma.  Það er nóg að mæta og fá skoðun strax, ég var nú ekki alveg tilbúin að láta bílinn minn fara í gegnum skoðun.  Ég vissi að annað aðalljósið að framan var ekki í lagi, ég keyrði í burtu og beint á næstu bensínstöð. 

Þar var alveg brjálað að gera og aðeins einn starfsmaður á plani, ég króaði manninn af og bað ég hann að skipta um peru fyrir mig.  Hann skipti um peruna fyrir mig og ákvað ég að láta slag standa og reyna að fá skoðun á bílinn minn.

Ég var ekki bjartsýn á það að bíllinn minn fengi skoðun svona í fyrstu atrennu.  Bíllinn flaug að vísu í gegnum skoðun í fyrra athugasemdalaust.  Nema hvað, það sama gerðist aftur.  Bíllinn minn sem verður 10 ára eftir 2 daga flaug í gegnum skoðun annað árið í röð, án athugasemda.  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bara ef einhver er forvitinn, þá er bíllinn minn Daihatsu Sirion árgerð "00 og er ekinn 84.000 kílómetra, ég hef átt hann síðan hann var næstum nýr.  Ég keypti hann á útsölu hjá Heklu árið 2002 á 880.000 þá var hann aðeins ekinn 4.700 km.  Samt höfðu 3 eigendur átt hann þá.  Síðan hefur hann reynst mér alveg ótrúlega ódýr í rekstri, hann er sjálfsskiptur og eyðir litlu bensíni.  Ég er búin að eiga bílinn skuldlausan í 6 ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.4.2010 kl. 00:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ´´EG fer þarna líka, Gísli er sérlega lipur,sendir mann í Poulsen beint á móti.þar eru léttir strákar sem leiðbeina,ég skypti um perur sjálf. Þægilegt.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2010 kl. 03:01

3 identicon

Ohhhh já það er sko alltaf gott þegar þetta er búið. Maður fer alltaf inn með hnút í maganum

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 14:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2010 kl. 17:16

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skil þig.

Júlíus Björnsson, 8.4.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband