Mig dreymdi draum í fyrrinótt

Draumurinn var ekki langur en mér fannst ég dreyma fyrir jarðskjálfta sem ætti að koma daginn eftir, mér fannst húsið leika á reiðiskjálfi og að skjálftinn ætti að verða 5.5 á Richter skala. 

Ég á stóru draumaráðningarbókina og sótti ég hana og las hvað jarðskjálfti þýddi.  Hér kemur það sem mér finnst eiga við " Dreymi menn að jörðin leiki öll á reiðiskjálfi mun ríkisstjórnin tilkynna eitthvað sem valda mun almennri hneyklsun.  Sjái menn hús sitt hristast í slíkum skjálfta munu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa áhrif á eignir dreymandans."

  Ég segi bara er einhver hissa?  Þetta er uggvænlegt, ég hélt að ég væri búin að sjá allt sem þessi ríkisstjórn gæti gert á hlut okkar almúgans, hvað kemur næst? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Blessuð vertu þeir eiga örugglega einhvern djöfulskap í pokahorninu,við getum stólað á það. :)

Þórarinn Baldursson, 30.4.2010 kl. 01:18

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnin virðist sitja á svikráðum við okkur fólkið sem borgum launin þeirra.  Hverjir eiga að borga laun alþingismannanna þegar við erum öll komin á hausinn?  Kannski er það lausnin, bráðum þurfum við ekki að borga skatta vegna þess að við erum allslaus.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

verðlag neysluvöru gengur ekki upp til að tryggja eignarhluta skráð íbúðareigenda á Ísland í  25 til 40 ára.

Hinsvegar er eðlilegt að miða við verð eða nýbyggingarkostnað íbúða  60-80% tekjulægsta hluta þjóðar þegar á að reikna heildvexti samsvarandi Íbúðalána.

Ég áætla Ríkistjórnina hafa stolið af mér um 6 milljónum þegar upp er staði. Vegna þess að hún er eina ríkistjórnin sem tryggir með lögum þess fáránlegu tryggingu sem tryggir engin verð.

Júlíus Björnsson, 30.4.2010 kl. 01:53

4 identicon

Skattar eru eiginlega bara djók í samanburði við alla þá eignaupptöku sem hér hefur farið fram og er ekki lokið. Margir sem hafa borgað fulla skatta alla sína tíð hafa misst eða munu missa allt hitt líka.

Og svo er maður alltaf að reyna að sjá björtu hliðarnar

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 02:19

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var neyddur til að falla frá launhækkunum og binda meira í lífeyrissjóði og séreignalífeyrissparnaði.  Þetta olli í því að ég þurfti að taka hærra í búðarlán og borga hærri vexti. Nú er öll lífeyrissjóðasparnaðar aukining horfin.

5 Escodos [Potrugal] voru í einni krónu um 1974, Escodo var festur evru 1998 og nú er því 1,2 Escodos í Krónu. 2 Drökmur. En 85 krónur í einu marki.  2 Mörk í Evru.

Viðskipti við EU  hafa kostað sitt síðan 1994. Samt er öll lágvaran í EU líka á Íslandi.

Almenningur skiptir engu máli hjá ný-eðal-krötum sem maka krókinn á illa grunnmenntuðum almenningi flestra landa EU.

Júlíus Björnsson, 30.4.2010 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband