Kjóllinn hennar Heru var flottur

En ég er ekki ánægð með það að hún Hera syngi á ensku og frönsku.  Ég vil að það verði settar reglur í Eurovision að allir eigi að syngja á móðurmáli, þeirra landa sem senda fulltrúa sína í keppnina. 

Mér finnst leiðinlegt að heyra Hvítrússa, Belga og Eista syngja á ensku, ég vil sjá meiri flytjendur eins og Finnland og Grikkland lönd sem syngja á móðurmáli sínu. Ég kaus að sjálfsögðu finnska lagið. 

Ég verð samt að taka það fram að ég þoli Eurovision ekki, mér finnast yfirleitt öll lögin ömuleg...


mbl.is Erum í hamingjukasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sammála þér með tungumálið það eina sem mér fannst hefði mátt vera öðruvísi hjá Íslendingunum var að þeir sungu ekki á Íslensku.

Ég setti Ísland í 1. sæti - Grikkland í 2. og Finnland í 3. öll hin fundust mér frekar léleg sum hörmung.

Ég horfi alltaf á Eurovision.

Benedikta E, 26.5.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heh.. ég horfi yfirleitt bara á stigagjöfina allavega í aðalkeppninni.  Ég hef ekki smekk fyrir þessum dæmigerðu Eurovision lögum, ég er fyrir rokk og ról, ekki væmnar ballöður...  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.5.2010 kl. 01:56

3 identicon

Ég er hinum megin ... alltaf fílað Júróvisjón í botn. Fannst sem barni þetta svo mikið ævintýri, sérstaklega fyrir þann vinnur. Finnst það enn. Áfram Ísland!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 02:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var verið að rifja upp sigurlög fyrri tíma. Ekki mundi ég að lagið,sem nefnist ,,Heyr mína bæn,, væri úr Eurovision. Dæmi um lag sem vinnur sess í hugum fólks með tímanum. Já nú syngjum við á Íslensku næst, sjómannavals,dansandi með í sauðskinnsskóm.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2010 kl. 10:49

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sammála Jóna. Þetta er orðin markaðskeppni númer eitt. Ekki lengur aðferð til að koma ólíkum menningarheimum saman.

Einar Örn Einarsson, 26.5.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband