Kuldaboli bítur kinn

Kuldinn er mikill, ég bý í illa byggðu húsi, ofnarnir eru of litlir, og einangrunin léleg.  Ég er ekki með Danfoss hitastýrikerfi hjá mér.

  Þegar svona mikið frost er, klæðumst við ullarfötum og flísfötum innandyra...

Systir mín ætlar að lána mér rafmagnsofn á morgun, ekki veitir af..

Hér er smá ljóð sem ég rakst á á fésbókinni í kvöld, ég veit ekki hver höfundurinn er en ljóðið er í takt við tíðarandann...

"

Sýslumaðurinn, sýslumaðurinn,
ætlar að koma í nótt.
Með tösku af skjölum og bunka af kröfum,
og bera okkur út.
Það verður grátlegt þegar hann kemur
......það svo ömurlegt er.
Sýslumaðurinn, sýslumaðurinn,
tekur jólin með sér."


mbl.is Yfir 17 stiga frost í Árnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ljósið mitt, það er ekki gott að vera í illa upphituðu húsi, sendi þér knús.  Vísan er ljómandi góð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælar stúlkur, æ! Jóna mín Kolbrún þetta gengur ekki.Gott að fá rafmagnsofn ég notaði slíkan á fyrstu dögum búskapar,en það kostar extra.  Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband