VR= Verslunarmannafélag Reykjavíkur

Það er sorglegt að fylgjast með því hvernig verkalýðsfélögin á Íslandi hafa brugðist félagsmönnum sínum í aðdraganda hrunsins og eftir hrunið hefur það bara versnað. 

 VR, var einu sinni vel rekið verkalýðsfélag, sem þjónaði fólkinu sem borgaði í sjóðina.  Núna snýst VR um valdabaráttu spillingarliðsins og fólksins sem vill fá félagið sitt til baka.

Mér finnst tími kominn til þess að hinn almenni launþegi fari að mæta á félagsfundi í sínu félagi og segi sína skoðun.  Stjórnir verkalýðsfélaganna hafa ekki haft hagsmuni hinna almennu félagsmanna að leiðarljósi, undanfarin ár.

Verkalýðsforystan hefur lagst á sveif með stjórnvöldum, gegn hinum almenna launþega í landinu...  Uppstokkunar er þörf, við þurfum að hreinsa út spillingarliðið hvar sem það finnst....


mbl.is Harma átök í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG held að þú hafir einmitt sett puttan á vandamálið Jóna Kolbrún mín.  Það er nefnilega vandamálið, fólk mætir ekki á aðalfundi.  Ég man þegar ég var í verkalýðsfélagi og fór á einn slíkan, þá var umræðan einmitt um að vandamálið væri að svo fáir félagsmenn létu sjá sig.  Þá kaus aðalfundur stjórnina, og hún var valin af örfáum félagsmönnum sem mættu.  Veit ekki hvernig þetta er í dag.  Sennilega hefur stjórnin fjarlægt fólkið meira en góðu hófi gegnir, þessu verður að breyta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2010 kl. 09:23

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Gleðileg jól Kolla.

Þráinn Jökull Elísson, 25.12.2010 kl. 02:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband