Svipað atvik gerðist á Íslandi

Fyrir nokkrum árum síðan gerðist svipaður atburður á Íslandi, ungar stúlkur réðust á skólasystur sína og hlaut stúlkan alvarlegan skaða af árásinni.

Ekki man ég hvort stúlkurnar sem réðust á skólasystur sína fengju harða dóma fyrir árásina.

Ef ég man rétt þurftu þær ekki að fara einn dag í fangelsi og ekki greiða fórnarlambinu krónu í miska og skaðabætur. 

Unga konan sem varð fyrir árásinni þarf fólk í fulla vinnu til þess að sjá fyrir daglegum þörfum sínum.

Árásaraðilarnir ættu að mínu mati að borga fyrir alla umönnun sem fórnarlamb þeirra varð fyrir.


mbl.is Börðu stúlku þar til hún missti meðvitund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já ég man eftir þessu hér á Íslandi. ´Auðvitað ætti það að vera lágmark að fórnarlambið fái útlagðan kostnað vegna skaðans og umönnunar þörfina borgaða.Maður spyr,hvenær hefur fórnarlambið unnið til þessara misþyrminga. Ég lenti einu sinni í kröppum dansi,um 11 eða 12 ára. Ég skar á net fuglabúrs.þar sem mávar voru fangnir,gat ekki séð þessa frjálsu fugla svifta frelsi sínu.Strákurinn sem átti þá ætlaði að hegna mér með krakkaskara allt í kring. Ég var djöfullega sterk og hann náði ekki að hegna á sinn máta,þar var það maður á mann,en viðbjóðslegt  þegar margir sameinast í hrottafenginni líkhamsárás. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2011 kl. 03:56

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svona börn eru afrakstur slæms uppeldis og umhverfis,  þurfum að hafa það í huga og íhuga hvernig er hægt að byrgja brunninn. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.5.2011 kl. 07:45

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svona börn eru afrakstur slæms uppeldis og umhverfis, þurfum að hafa það í huga og íhuga hvernig er hægt að byrgja brunninn.   

Birta mynd af ábyrgðarmönnum og setja í meðferð [eða uppeldiskennslu] í framhaldi.

Júlíus Björnsson, 30.5.2011 kl. 15:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað hefðu stúlkurnar eða þeirra forráðamenn að greiða háar fjárhæðir til stúlkunnar, það er bara sjálfsögð viðbrögð við svona hrottaskap.  En ég er alveg viss um að þessar stúlkur munu bera í hjartanu sársauka sem þær losna aldrei við, og sá sársauki mun vaxa eftir því sem þær eldast og þroskast.  Rétt eins og gerist með þá sem beita einelti.  Undan sinni eigin samvisku losnar enginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2011 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband