Offituvandamál hins vestræna heims

Það er staðreynd að offita færist í vöxt í hinum vestræna heimi.

Ég held að svipuð þróun verði víðar en í hinum vestræna heimi.

Græðgin verður mörgum að fjörtjóni.

Ég er ein af þeim sem þjást af þessari plágu.

Ég kann mér ekki hóf, þegar kemur að mataræði.

Mér finnst allur matur góður, og borða yfirleitt af bestu list.

Það eru greinilega forréttindi okkar sem búum við velmegun að borða of mikið.

Það þótti einu sinni í gamla daga eftirsóknarvert að vera vel í holdum.

Ég horfði á gamla finnska mynd í síðustu viku, þegar ég var í Finnlandi.

Myndin var gerð á fimmta áratug síðustu aldar, þar voru allar konur eldri en unglingar frekar þéttar á velli.

Ég man þegar ég var barn, þá voru ömmur mínar báðar þybbnar og flestar aðrar konur sem ég þekkti.

Í dag eru breyttir tímar, núna er feitu fólki mismunað.

Ég þekki það af eigin raun.

Núna eru grindhoraðar konur eftirsóknarverðar, en feitar ekki.

Ég er ekki hissa á hárri tíðni Anorexíu og allskonar átröskunarsjúkdómum.

Það er eftirspurn eftir svoleiðis konum.  


mbl.is Offitusprenging í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Sá þig á myndbandi á Austurvelli,fannst þú ekkert feit.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2011 kl. 03:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú málið Jóna, það er allt gert til að viðhalda þessu anorexíu dæmi gangandi.  Ungum stúlkum er hrósað fyrir að vera of grannar, og þéttum stúlkum send augnatillit.  Útlitsdýrkun andskotans má segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 10:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stelpur ekki gleyma því að þetta er ekki BARA útlitsdýrkun, heilsan er yfirleitt betri hjá þeim sem hafa stjórn á líkamsþyngd sinni og borða hollan mat í réttum skömmtum, hver og einn þarf að finna sinn gullna meðalveg. Hversu margir eru endalaust veikir og hjá læknum vegna sjúkdóma sem fylgja offitu? anorexía er skelfileg og er tískunni þar um að kenna á margan hátt, það þarf að byggja þetta allt á heilbrigðri hugsun og skynsemi.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2011 kl. 11:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt hjá þér Ásdís, það er auðvitað aðalatriðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 12:19

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Aðalatriðið er að vera hamingjusamur sáttur og ánægður í eigin skinni í góðu formi og rækta sjálfan sig þetta mæli ég og hef aldrei verið undir þessum stuðli en heldur haldrei fengið afsláttar kort í heilbrigðiskerfinu og hef ekki hugmynd um havð heimilislæknirinn minn heitir og hann sá mig síðast 2009 og þar áður einhvern tíman kringum 2005 Er ekkert að mæla holdum bót en frekar að benda á það að við erum öll misjafnlega gerð en andinn í dag er sa að allir eigi að vera 175 60 kilo með ljósjarpt hár annars fari allt til fjandans hjá þeim. Versta í þessu öllu saman er að það er buið að gera lífið svo flókið og hættulegt að í öllu veseninu kringum það gleymir fólk að lifa því. Mig hefur lengi þyrst að vita hvað margir deyja við tilraunina að lifa sem fullkomnir einstaklingar samkvæmt fræðunum það er hvað fræðin drepa marga og hvort að ekki þurfi að banna þau

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.8.2011 kl. 23:49

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

En svona á alvarlegri nótunum þá held ég að vandamálið sé að einhverju leiti verra fæði vegna tímaleysis kaupum við tilbúin mat einnig  íblöndunarefni í mat en holdafar er flókið mál sem að ég þekki nokkuð vel á eigin skinni og verður ekki leist í stuttri athugasemd.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.8.2011 kl. 23:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ruslfæði svokallað á áreiðanlega sinn þátt í þessu.  Þá er nú betra að henda ýsu í pott, tekur bara 10 mín og nýjar ísl. kartöflur tekur ekki meira en 15mín að sjóða þær.  Við erum rík þjóð. Í Austurríki færðu varla fisk og þá eitthvert rusl frá Thailandi sem þeir merkja sem íslenskan fisk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband