Bílavandræði!

Þegar ég var að keyra heim úr vinnunni í kvöld, var bíllinn minn ekki eins og hann er venjulega.  Hann hristist og skalf, og var alveg kraftlaus, þegar ég var komin langleiðina heim gaus upp þessi svakalega lykt eins og gúmmí væri að bráðna einhversstaðar í honum.  Ég lagði honum og fæ bifvélavirkjann minn til að kíkja á hann á morgun Woundering Ég vona að vélin sé ekki búin að gefa upp öndina, það myndi líklega verða frekar dýr viðgerð á gamla góða Síríoninum, sem kannski borgar sig ekki þar sem hann er orðinn frekar gamall, en vel hefur hann reynst mér undanfarin 7 ár og verið ódýr í rekstri.   Ég sem er búin að kaupa nýjan mótor í rúðu upphalarann í bílstjórahurðinni.  Gott að ég var ekki búin að kaupa nýjan dempara og rafgeymi sem var á dagskrá að kaupa fyrir veturinn,  en vonandi er þetta bara eitthvað smotterí, sem kostar ekki mikið Woundering  Ein sem vonar að þetta kosti ekki of mikið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Hef oft skrönglast um á gömlum jálkum. En Justyinn minn var rosa karakter. Eldgamall en traustur. En ef hann þurfti að fara meira en ca. 50km í einum rykk, var mótmælt hressilega. Þá datt allur kraftur úr mínum og varð að keyra út í kant. Það eina sem dugði á elskuna, var að leyfa honum að hvíla sig og ég að syngja 2-3 lög á meðan. Þá kom hann okkur á leiðarenda. Reyndar gat þetta verið smá pirrandi, þar sem ég bjó í Reykjanesbæ og sótti vinnu til Reykjavíkur, þannig að ferðalagið tók smá meiri tíma en ætla mátti.

Þannig að þú mátt ekki gefast upp. Þetta er svipað með hjónaband og bíla. Þið farið að kunna á hvort annað og gefist ekki upp þó svo komi smá hiksti.

Fishandchips, 20.11.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband