Ég er áhugamanneskja um tungumál

Ég er búin að dunda mér við að læra finnsku í 6 ár og er farin að bjarga mér ágætlega, bæði í talaðri og skrifaðri finnsku. Ég hef notað netið og irkkið til að læra finnskuna, svo á ég nokkra finnska vini í dag sem hjálpa mér mjög mikið.  Ég er í e-mail sambandi við tvo finna sem eru bæði frábærir vinir.  Ég þarf ekki að kaupa mér gistingu þegar ég heimsæki Finnland, ég sef heima hjá vinum mínum.  Svo horfi ég á sápuóperur frá suður-Ameríku á morgnana á stöð 2 og er ég farin að skilja ýmsa frasa á spænsku.  My gorda bella og ser bonita no basta og þessi nýja, eru alveg ágætar sápur.  Í dag get ég bjargað mér á ýmsum tungumálum sem kemur sér vel í vinnunni minni á barnum.  Finnar hafa oft orðið kjaftstopp þegar ég tala finnsku við þá, ég hef verið spurð hvort ég sé finnsk og tek því sem hrósi fyrir frammistöðuna. Í dag get ég bjargað mér á 6 tungumálum og vonandi verður spænskan mitt sjöunda tungumál sem ég get tjáð mig á og þar á eftir langar mig að læra þýsku, þó að ég kunni ýmsa frasa á þýsku get ég lítið talað hana sjálf í dag.  Ein alþjóðleg Woundering   Hyvää yötä=Góða nótt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband