Langur dagur að baki

Ég átti alveg yndislegan letidag hérna heima, ég gerði mest lítið. Nema það að setja í eina þvottavél, dóttir og nafna mín hengdi þvottinn til þerris.  Svo eldaði ég hamborgara fyrir okkur og fór í smá göngutúr með hundinum, tveimur köttum og nöfnu minni henni Jónu litlu.  Ég er samt lurkum lamin, ég held að ég sé illa þjáð af einhverri gigt.  Ég get varla hengt upp þvottinn, eða lyft upp höndumun, svo eru verkir í baki og fótum.  Shocking   Ein gömul og gigtveik.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Æ ekki er gott að heyra hversu kvalin þú ert elsku bloggvinkona. Hefur þú látið kíkja á þig? Ég veit að oft geta þessar læknaferðir verið fýluferðir en ekki hætta fyrr en þú færð bót meina þinna. Það gengur ekki að hafa þig svona!! Láttu svo dekra pínu við þig kona. Átt það alveg örugglega skilið.

Knús til þín og þinna krútta

Tína, 22.6.2008 kl. 07:27

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

láttu dekra við þig......ég er stundum alveg ónýt...og þé er bara að fara vel með sig

Hólmdís Hjartardóttir, 22.6.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Ég reyni að nudda hana og hjálpa til að setja krem og svona mamma min er nú buin að ala alveg 6 börn upp....

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband