Flutningar standa fyrir dyrum.

Frumburðurinn minn ætlar að flytja burt frá mér um næstu helgi.  Þetta kemur frekar óvænt, íbúðin hennar var í útleigu, og fengu leigjendurnir óvænt íbúð til leigu frá vinnustaðnum sínum.  Miklu ódýrari leigu og rétt hjá vinnustaðnum sínum.  Frumburðurinn flytur samt ekki langt í burtu frá mér, bara svona 100 metra í burtu frá mér.  Eða kannski aðeins minna en 100 metra.  Ég sé húsið hennar út um stofugluggann minn og eru bara 4 hús á milli okkar eftir flutninginn.  Hún ætlar að flytja með sér kisurnar sínar tvær, ekki veit ég hvernig gengur hjá henni að venja kisurnar við nýja heimilið.  Ef kisurnar fá heimþrá til mín, eru þær eina mínútu að labba á milli.  Frumburðurinn verður mér samt innan handar með barnagæslu á kvöldin þegar ég er í vinnunni minni.  W00t   Það er gott að hún keypti þessa íbúð í nágrenni við mig. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  þú getur þáfygst með henni með kíki

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ohhhhhhhhhh    þá fylgst

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 01:55

3 Smámynd: Brynja skordal

það er ljúft að hafa ungana sína sem næst sér þó þetta sé orðið fullorðið fólk vonandi vilja kisurnar vera á nýja heimilinu hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 29.10.2008 kl. 08:20

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mömmum finnst ljúft að hafa ungviðið nálægt sér en margt ungviðið er nú ekki til í að hafa mömmu í næsta húsi alla tíð - en það fer sko eftir mömmum.  Sú mamma sem fær ungviðið í andardráttsfjarlægð er góð mamma

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Tiger

 Úff .. það er satt .. alltaf gott að hafa blessaða afleggjarana sína nálæga svo maður geti haft augun á þeim sko! Veistu, ég gruna að kisurnar eigi eftir að verða yfir hjá þér most of the time. Þær rata langar leiðir og finna lyktina af gamla staðnum svo langt frá að þær verða fljótar yfir aftur ...

Knús og kram á þig Jóna mín ...

Tiger, 29.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband