Átveislan mikla að verða búin.

Mikið er ég búin að borða yfir jólin.  Á aðfangadagskvöld borðuðum við Nautalund, með Bernaise sósu og meðlæti, seinna um kvöldið var heitt súkkulaði og smákökur á borðum og komu nokkrir gestir.  Um miðnættið komu tvær dætur mínar heim af kvöldvakt og steikti ég þá restina af nautakjötinu.  Ég fékk mér bara smá bita af því kjöti. 

Svo í gær jóladag var hangilæri, með kartöflum, uppstúfi, grænum baunum og rauðkáli í matinn.  Allir borðuðu vel af hangikjötinu og meðlætinu.  Ég gerði samt mjög mikið uppstúf og fullt af kartöflum til þess að eiga nóg í tartalettur í dag annann í jólum.  Ég setti hangjkjöt í 30 tartalettur og á ég bara tvær eftir.  Þær verða borðaðar á morgun, svo á ég meira hangikjöt í svona 10-15 tartalettur í viðbót sem ég bý til á morgun. 

Svo var smakkað smá á konfekti, smákökum og sælgæti.  Ég er alveg að springa.  Ég var að enda við það að borða kex með Camenbert osti og Pedersens salami pylsu.  Þvílíkt lostæti, namm namm.

Dóttir mín og sonur hennar sem búa fyrir norðan, fóru norður um hádegisbilið.  Ég mun ekki sjá þau næstu mánuðina.  Ég er strax farin að sakna þeirra.  En dóttir mín og tveir synir hennar komu til mín seinnipartinn og voru hérna hjá mér fram á kvöld, örverpið fór með þeim heim.  Svo það er frekar fámennt hérna hjá mér í nótt.  Við erum bara 3 hérna heima, ég, sú 18 ára og sonurinn. 

 Ég ætla að mæta á mótmælafundinn á morgun ásamt frumburðinum, og kannski fleiri börnum en ég veit ekki ennþá hverjir nenna að koma með mér. 

Ein sem er að springa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sjáumst á morgun

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 02:23

2 identicon

Sæl Jóna.

Mér sýnist hafa vel tekist til.......og það er gott.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 02:38

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, ha.. ég er svo södd að ég get ekki sofið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.12.2008 kl. 04:34

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Jólakveðja....

Agnes Ólöf Thorarensen, 28.12.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband