Kreppan á leiðinni

Börnin mín hafa spurt mig um kreppuna og ég hef sagt þeim að kreppan sé ekki komin.  En hún er á leiðinni, hennar mun gæta í janúar eða í febrúar.  Ég hef lifað kreppur af og þykist ég geta lifað þessa kreppu líka.  Það er annað með margt ungt fólk, sem hefur aldrei þurft að neita sér um neitt.  Ég hef áhyggjur af því fólki.  Fólki sem hefur verið alið upp í allsnægtum, hvernig það bregst við því að hafa ekki peninga fyrir öllu.  Óvissutímar eru framundan hjá okkur Íslendingum.  Ég hef verið dugleg að mæta á flesta mótmælafundina, en ég er hissa á fólki sem er á móti mótmælunum.  Hvernig ætlar þetta fólk að lifa, bara borga þegjandi það sem fellur á það?  Ég er ósátt við stjórnina, þingmenn, bankastjórana, og fjármálaeftirlitið.  þessvegna mæti ég á mótmælafundi sem haldnir eru á hverjum laugardegi.  Ég vil að spillingarliðið komi sér burt, ekki seinna en strax.  Ein mótmælaglöð. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Ég er stoltur af þér. Og þetta krepputal er ekki mikið fyrir okkur sem höfum lifað margt en að verður erfiðra fyria aðra. það er bara að taka því sem að höndum ber og gera sitt besta.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 04:41

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jóna, ég ber virðingu fyrir fólki eins og þér.....þú hugsar

Sigrún Jónsdóttir, 28.12.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Jólakvitt og ljúfar kveðjur:):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.12.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 28.12.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband