Fjársvelti íslenska heilbrigðiskerfisins.

Veldur því að ráðherrar fyrrverandi stjórnar sækja lækningu til útlanda?  Getur þetta verið staðreynd?  Hversvegna er ekki til svona speglunartæki hérna á Íslandi?  Til þess að gera svona aðgerðir?  Hvort er hagkvæmara að senda fólk til útlanda í svona aðgerðir eða kaupa tækið sem notað er?  Eigum við ekki hæfa lækna sem geta framkvæmt svona aðgerðir, ef tækin væru til?  Þetta eru margar spurningar, svör óskast.  Annars óska ég Geir góðs bata. 
mbl.is Aðgerð á Geir heppnaðist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

En það eru ekki til peningar mín kæra

Einar Örn Einarsson, 2.2.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fjársvelti Íslenska heilbrigðiskerfisins gerir það að verkum að þú þarft að vera svo helvíti hraust/ur ef þá átt að lifa það af, að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús hér á Íslandi. -

Því gefur það auga leið, að læknar senda veika embættismenn frekar erlendis til að leita sér lækninga þar, heldur en að eiga á hættu að  "missa þá" hér vegna ónógs mannafla, eða vegna annarra orsaka af völdum fjársveltis.

Hvernig heldurðu að staðan hefði verið ef Guðlaugi Þór hefði tekist að ganga endanlega af heilbrigðiskerfinu dauðu.

Þökk sé þeim sem náðu að afstýra því. - Ögmundur mun stokka upp forgangsröðunina, og gefa upp á nýtt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við ættum nú frekar að þakka fyrir það kerfi sem að við höfum heldur en að niða af því skóinn Það sem veldur því að þessar aðgerðir eru ekki gerðar hér er sennilega að árlega greinast 4 til 5 með þennan sjúkdóm og því er einfaldlega hagkvæmara að senda þá út til aðgerða en að eiða takmörkuðu fé Helibrigiðsgeirans í að hafa öll fullkomnustu tæki hér. Síðan þarf ákveðin fjölda aðgerða til að halda fólki í æfingu. Hvaðan á Ögmundur að taka peninga til að stokka upp hvernig á maður sem er formaður þess félags sem að hverfur flesta starfsmenn innan heilbrigðisgeirans að vera trúverðugur sem ráðherra. Við skulum minnast þess að hann vék bara til hliða haldið virkilega að það verði einhver uppstokkun hjá manni sem að ætlar aftur í formennsku hjá starfsmönnum sem að vinna undir ráðuneyti hans.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.2.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Forgangsröðunin er Fjármmálageiri, Stjórnsýslugeiri, verslunar og þjónustugeiri, Menntageiri, ...

Forgangs röðunin var önnur þó efni hefðu verið minni og að því leyti almenn lífskjör betri.

Það er nóg til af tækjum á Íslandi, biðlistar oftast langir. Þekkust ekki fyrir 30 árum allmennt.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 19:03

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl, við sjaldgæfa eða mjög flóknar aðgerðir er augljós kostur að senda sjúklinga til útlanda. Það er mikið öryggi fyrir sjúklinginn að viðkomandi starfsmenn geri einhvern lágmarksfjölda á ári af viðkomandi aðgerðum. Á Íslandi tekst það ekki alltaf vegna fámennis. Meginreglan er sú að sjúklingurinn njóti alltaf vafans. Þannig er það nú bara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.2.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir margvísleg og fróðleg svör

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 01:01

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með Gunnari Skúla

Hólmdís Hjartardóttir, 3.2.2009 kl. 02:49

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gunnar Skúli bendir réttilega á að við mjög flóknar og sértækar aðgerðir skiptir öll máli að farmkvæmdar aðilar séu í æfingu og sem betur fer eru ekki margir Íslendinga í sporum Ingibjargar og Geirs á hverju ári. Svo getur líka oft verið ódýrrar að sækja þjónustu til útlanda en að fjárfesta í aðstöðu hér á landi sem ekki er hægt að starfræka nema hluta úr ári og krefst mikillar færni hvað varðar nákvæmi í sértækum aðgerðum.

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband