Eltingaleikur lögreglunnar

Ætli lögreglan eigi ekki naglamottur til þess að stöðva för svona ökuníðinga?  Er ekki tímabært að lögreglan fjárfesti í svoleiðis búnaði?  Óhugnanlegt þegar svona ökuníðingar eru í umferðinni.  Venjulegir vegfarendur eru í stórhættu, þessir vitfirringar svífast einskis.  Það er frábært að ekki urðu slys á fólki í þessum eltingarleik....
mbl.is Stefndi inn í íbúðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það þarf vonandi ekki að verða slys á fólki áður en þeir íhuga þessa tillögu þína.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:10

2 Smámynd: Hannes

Lögreglan á naglamottur. Það er ekki hægt að nota þær hvar sem er þar sem það getur skapað mikla hættu ef saklaus vegfarandi keyrir á þær en þó að svona vitleysingar keyra á naglamottu þá halda þeir oft áfram en þær hægja þó vel á svona vitleysingum og gera bíla mjög erfiða í stjórn.

Hannes, 7.4.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: corvus corax

Það er nú spurning hvort á að kalla þennan atburð eltingaleik lögreglunnar. Væri ekki nær að kalla þetta ofsaakstur vitfirrings eða kannski manndrápstilraun dópista? Víst er að lögreglan lítur ekki á þetta sem leik heldur skyldu sína til verndar almennum borgurum og vegfarendum. Pælir einhver í þeirri hættu sem lögreglumennirnir leggja sjálfa sig í til að standa undir kröfum um að halda uppi lögum og reglu eins og í þessu tilfelli?

corvus corax, 7.4.2009 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband