Er Intel ekki bara betra?

Ég keypti mér nýja fartölvu þann 18 desember síðastliðinn, því miður var örgjörvinn í tölvunni ekki Intel.  Í minni tölvu er AMD Sempron, hann virkar ekki betur en svo að tölvan mín er búin að vera í viðgerð í tæpar tvær vikur.  Vandamálið var einmitt örgjörvinn, bara það að hafa Explorer opinn olli því að CPU var alltaf í 100% og tölvan í hægagangi.  Tvö af börnunum mínum eiga fartölvur með Intel örgjörfa og báðar virka þær miklu betur en mín.  Núna er ég búin að blogga út lánstölvu frá söluaðila tölvunnar minnar og ég er að verða vitlaus.  Ég vonast til þess að fá hringingu frá viðgerðaraðilanum á morgun, þess efnis að tölvan mín sé loksins farin að virka með nýjum Intel örgjörva!!!!!
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Á þessum tíma þegar þessar "mútur" voru iðkaðar framleiddi AMD betri örgjörva fyrir miklu minni pening en Intel.

Það að tölvan þín klikki eins og þú lýsir þykir mér hæpið að kenna AMD um það vandamál þar sem það hljómar eins og það sé hugbúnaðurinn sem hefur klikkað.

Hugsaðu út í það að ef AMD fer á hausin sem er óhjákvæmilegt ef allir kaupa Intel örgjörva, þá er engin samkeppni á þessum markaði og Intel mun keyra öll verð upp og hægja á þróun.

Ég kaupi AMD þegar ég get þó þeir séu þessa dagana oft dýrari útaf þeirri ástæðu þó það haf reyndar líka áhrif á mig að Intel séu framleiddir í Ísrael.

En vonandi að tölvan þín verði heil að nýju.

Björn Halldór Björnsson, 14.5.2009 kl. 01:52

2 identicon

Ef Apple verzlar við Intel þá er þeir betri en það er bannað að vera betri í Evrópusambandinu, það eiga allir að vera vinir og allir eiga að vera jafn góðir.

Landið (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband