Þetta þarf ég að prófa.

Stundum er hugsunin svolítið rugluð hjá mér, þá er náttúrulega ráð fyrir mig að fá mér göngutúr og ganga afturábak.  Ég þarf á skýrri hugsun að halda, í stormviðri hrunsins í vetur hefur mér fundist erfitt að greina á milli hvað sé rétt og hvað sé rangt. 

Er til dæmis rétt að útrásarbarónarnir fái að halda áfram með sína hókus pókus flutninga á fjármagni?  Er rétt að leyfa þeim að halda áfram óhindrað að reka fyrirtæki, með nýjum skuldsetningum og krosseignatengslum?  Er rétt að leyfa þeim að koma öllum sínum eigum undan?   Er ekki rétt að banna þeim alfarið að koma nálægt viðskiptum?  Er ekki rétt að banna þeim og fyrirtækjum þeirra allar lántökur?  Er ekki rétt að frysta allar eigur þeirra og fjölskyldna þeirra?  ( Vegna afsals eigna til eiginkvenna og barna og kannski líka frændgarðs þeirra)  Ég vil sjá réttlæti, að þeir sem stofnuðu til skulda, borgi þær sjálfir með eignum sínum, og skattaskjólsfjármagni sínu. 


mbl.is Gott fyrir heilastarfsemina að ganga aftur á bak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Jóna Kolbrún.

Ég vil líka sjá réttlæti og þorri þjóðarinnar.

 Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér sýnist hugsun þína vera mjög, mjög skýr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.5.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband