Gönguferð í Grasagarðinum

Ég og frumburðurinn fórum í kvöldgöngu í Grasagarðinum í Laugardal.  Við reynum að fara á hverju ári til þess að skoða plönturnar.  Það var svolítið sérstakt að ganga þar í kvöld, það voru fjúkandi einhverjar hvítar dúllur og sumstaðar var eins og þar hefði snjóað, þar fyrir ofan voru Aspartré full að einhverju mjög loðnu og sumstaðar voru raðir af grænum berjum.  Ætli þetta hafi verið Alaskaaspir?  Farnar að framleiða fræ? 

Svo sáum við mjög falleg sólblóm, en bara 30 cm. há.  Á morgun ætla ég að fara í grasagöngu hérna á Seltjarnarnesi og safna Gulmöðru, hana ætla ég að þurrka í knippum og búa mér svo til te.  Gulmaðran er víst svo þvagdrífandi, blóðhreinsandi og græðandi W00t


mbl.is Stefnir í heitasta dag sumars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo væri náttúrulega sniðugt að ná sér í Blóðberg sem losar um slím í öndunarfærum og eyðir líka vindverkjum.  Og Vallhumal sem er æðavíkkandi og lækkar blóðþrýsting, allar þessar jurtir er að finna í móanum við Bakkavörina og á Valhúsahæðinni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.7.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband