Dýraníðingar á ferli í Kópavogi

Ég skil ekki hvernig "fólk" getur verið svona illa innrætt að níðast á saklausum dýrum.  Ég hef verið dýraeigandi allann minn búskap, eða u.þ.b 30 ár.  Ég hef lent í ýmsu með mín dýr, sérstaklega kettina mína þeir fá að ganga lausir úti. 

Fyrir 10-12 árum síðan var ein kisan mín tekin og bundin við tré í garði sem minkahundur bjó, sem betur fer sá eigandi hundsins kisuna áður en hundinum var hleypt út að pissa í það skiptið.  Ef eigandi hundsins hefði ekki séð kisuna hefði hún endað ævina þarna. 

Oft hef ég séð börn reyna að grýta kettina mína með steinum og snjóboltum, ég hef oft undrast hvernig manngerðir þessi börn verði þegar þau vaxa úr grasi.  Verða þau læknar?   Eða kannski kennarar?   Nei, ég get ekki ímyndað mér hvernig þessi börn verða sem fullorðið fólk. 


mbl.is Tíkin Lady með níu líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þessi skelfilega meðferð á dýri er nokkuð sem mitt litla heilbú nær bara alls ekki utan um !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.11.2009 kl. 04:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskiljanleg grimmd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2009 kl. 12:49

3 Smámynd: Eygló

Hlýtur að flokkast undir alvarlegan SJÚKLEIKA. Varla gerir heilbrigð manneskja þvílík illvirki.

Eygló, 22.11.2009 kl. 12:59

4 Smámynd:

Ég hugsaði einmitt með mér hvað er að svona fólki. Ef þetta voru börn hvernig verða þau sem fullorðin. Viðbjóður.

, 22.11.2009 kl. 19:24

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá eitt sinn ungann strák u.þ.b 6-7 ára leika við eina kisuna mína á gangstéttinni fyrir framan húsið mitt, hann var með trjágrein sem hann lét kisuna elta allt í einu reiddi hann greinina til höggs og reyndi að lemja kisuna með greininni.  Sem betur fer var kisan mín snögg og slapp við höggið.  En drengurinn fékk orð í eyra frá mér!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband