Beint út um stofugluggann minn

Núna er léttskýjað í Reykjavík og máninn skín í öllu sínu veldi hérna. 

Ég sit við tölvuna og horfi út um stofugluggann minn og sé tunglið í öllu sínu veldi. 

Ég er samt ekki að sjá að tunglið sé stærra í kvöld en venjulega... 

Máninn fullur fer um geiminn,

fagrar langar nætur.

Er hann ekki að hæða heiminn,

hrjáðan sér við fætur.

Ég man ekki seinna erindið í augnablikinu :)


mbl.is Ofurmáni veður í skýjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnst engum þetta skrýtið?

Við erum að upplifa ótrúlega mikinn áróður, maður getur varla opnað fjölmiðil á Íslandi án þess að heyra og sjá áróðurinn. 

Borgunarsinnar, ESB sinnar, samspillingin, vg, og núna síðast sjálftökuflokkurinn með Bjarna "vafning" Ben í forsæti.  Þetta er fólkið sem hefur greiðan aðgang að 365 miðlum og RÚV, allavega heyrast ekki sjónarmið okkar sem viljum kjósa NEI við IceSlave III...

"Mútuþegarnir"  Styrkþegarnir leggjast núna allir á eitt til þess að reyna að tryggja eigendum sínum "sanngjarna niðurstöðu í þessu ógeðfellda máli"   Eigendurnir eru hinir ýmsu útrásarbarónar, eigendur bankanna og stjórnarmenn þeirra...


mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara með mál í fjölmiðla

Ég er ekki að skilja þennan mann, hann hleypur með þetta eineltismál í fjölmiðla. 

Mér finnst ekki að svona viðkvæm persónuleg mál eigi að blása upp í fjölmiðlum.

Svo er þetta með skýrlsuna um eineltið, af hverju þarf bæjarsjóður  Seltjarnarness að borga 1,6 milljónir króna bara til þess að fá skýrsluna afhenta? 

Er umræddur maður að leggja bæjarstjórann og bæjarstjórnina í einelti, eða er þetta fjárkúgun? 

Maður spyr sig, mér finnst þetta mál stórundarlegt....

Ps: ég er búsett á Seltjarnarnesi og á kannski smá hagsmuna að gæta, ég vil ekki að bæjarsjóðurinn þurfi að borga 1.6 milljónir til þess að lesa  einhverja pappíra... 


mbl.is Taka ekki afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitjandi stjórn samþykkir að sjálftakan haldi áfram

Að gera ekkert er sama og að samþykkja sjálftökuna í skilanefndum bankanna. 

Alþingismenn eru á Alþingi til þess að setja lög, það eru til lög um jafnræðisreglu.

Hvaða jafnræði er þetta að sumir geti ennþá stundað sjálftöku?

Burt með sjálftökuliðið og burt með þessa duglausu stjórn.

Svo þarf að fara að aftengja vísitöluna og bensínverðið.

Svo þarf að breyta lífeyrissjóðunum, einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. 

Burt með sjálftökuna í eftirlaununum líka...


mbl.is Með 21 milljón í árslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar sem ég vil fá svör við

Hverjir eru kröfuhafarnir sem eiga bankana (Aríon og Íslandsbanka) ?  

Hverjir eiga kröfurnar sem kvótinn er veðsettur fyrir? 

Það er oft verið að tala um það að erlendir kröfuhafar eigi hitt og þetta hérna á Íslandi, getur það verið að kvótinn sé í rauninni í eigu erlendra kröfuhafa? 

Eða er kvótinn veðsettur íslenskum kröfueigendum eingöngu? 

Hversskonar vafningar voru settir að veði í aðdraganda hrunsins?

Svo er kominn tími á aftengingu vísitölunnar, og krafan um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn... 

!!!! 


Gjafmildu bræðurnir

Hvað með gjafmildu banksteranna hérna á Íslandi? 

Björgólfarnir, Jón Ásgeir og viðskiptafélagar þeirra? 

Hvað gáfu þeir mikið til stjórnmálamanna? 

Hvað gáfu þeir mikið til stjórnmálaflokkanna? 

Hvað fengu þeir að launum?

Maður spyr sig

ps: burt með spillingarliðið, einn lífleyissjóð fyrir alla landsmenn og burt með verðtrygginguna núna er tíminn til þess... og annað PS:  aftengja vísitöluna og bensínverðið....  STRAX


mbl.is Gjafmildir Kaupþingskúnnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vita

En hafið þið séð viðtalið við hann Gunnar Tómasson sem var starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í rúman aldarfjórðung? 

Hér er hlekkur á viðtalið, ég hvet alla til þess að hlusta á þetta viðtal ->   

http://inntv.is/ 

Þetta viðtal er næstum 30 mínútur að lengd, en samt þess virði að hlusta vel á...


mbl.is Tollverðir leggja hald á peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það hafi skaðað veisluna?

Þessir glæpafélagar kaupþingsmanna sem þáðu óheyrilega mikla peninga frá Kaupþing banka korteri fyrir hrun er engin vorkun.  

Þeir eiga ennþá snekkjuna sína, sem er kannski keypt fyrir lánsfé frá Kaupþingi? 

 Veislugestirnir hljóta að hafa skemmt sér vel, því glæpamennirnir gátu ekki mætt þarna. 

Ég er smá forvitin hversu háa tryggingu þeir sem voru handteknir þarna í rassíunni hjá SFO  Serius fraud office þurftu að borga? 

 


mbl.is Mættu ekki í veisluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðkunningi lögreglunnar

Þeir eru margir sem eru góðkunningjar lögreglunnar á Íslandi í dag. 


mbl.is Ógnaði fólki með hnífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna er tíminn til þess að aftengja vísitöluna

Ef ekki núna, hvenær þá? 

 Þegar bensínverðið er komið yfir 230 krónur á lítrann, þá þarf annaðhvort að aftengja bensínverðið við vísitöluna eða að lækka skattana á bensínið. 

Núna er verðbólgan í lágmarki og bensínverðið getur ekki gert neitt nema að hækka, það verður að rjúfa vítahringinn sem þetta veldur...

Svo vil ég sjá einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, taka til baka það sem sjálftökuliðið skammtaði sjálfu sér á góðæristímanum (gerfigóðærinu sem fengið var að láni frá almenningi) það er allavega almenningur sem á að borga brúsann, eins og venjulega.

Ég segi hingað og ekki lengra!!!!


mbl.is Minna til ráðstöfunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband