Verndargreiðslur

Það er greinilega ekki sama hvert þessar verndargreiðslur eru borgaðar. 

Sitjandi stjórn vill að við, hin íslenska þjóð borgum Bretum og Hollendingum verndargreiðslur. 

Ef við borgum ekki, þá fáum við ekki að leika með hinum þjóðunum í ESB, sem ég gleðst yfir...

Hin ástæðan er svona, ef við borgum ekki iceslave þá geta íslenskir glæpamenn ekki lengur leikið sér eins og stórkallar í fjármálagjörningum ýmisskonar...

Svo er smá auglýsing sem mér finnst svo fyndin....

http://www.samfylkingin.is/Vefstjórn/Dagatal/ctl/Details/Mid/977/ItemID/539  

Ég hef hlegið svo mikið af athugasemd Daða Ingólfssonar sem er svona... 

‎"Takið á móti frískandi heilaþvotti og lærið að heilaþvo fjölskyldumeðlimi yðar. "  
Svona er Ísland í dag.....


mbl.is Fyrirtæki krafin um verndargreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og umheimurinn

Í útlöndum segja þingmenn og ráðherrar af sér fyrir mistök í starfi, þó það séu smámunir að flestra mati..

Á Íslandi sitja kúlulánsþegar á Alþingi, þrátt fyrir það að kúlulán séu tegund af mútugreiðslum. 

Hvernig er öðruvísi hægt að útskýra kúlulán?  Ekki stóð okkur venjulega fólkinu sem engin áhrif hefur kúlulán til boða? 

Svo hafa þingmenn þegið milljónir í persónukjörum til metorða í stjórnmálaflokkum, og stjórnmálaflokkarnir hafa þegið milljónir frá sama fólkinu og reddaði kúlulánunum? 

Er þetta nokkur fjarstæða? 

Maður spyr sig....


mbl.is Segir af sér vegna 600 dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli hún Jóhanna sé stolt af þessu?

Eða Steingrímur? 

 Jóhanna og Steingrímur hafa verið styrktarþegar íslenskrar alþýðu í samanlagt 60 ár, þau vita ekki hvað það er að eiga ekki fyrir mat. 

Bæði þykjast þau vera vinstra megin við miðju í stjórnmálum en í raun fylgja þau bæði svipaðri pólitík og allar stjórnir sem verið hafa við völd hérna undanfarin 30 ár. 

Sú stefna heitir hentistefna, að halda völdum sama hvað það kostar. 

Skítt með jafnrétti, jafnræði, réttlæti og sanngirni.  Þau þyggja launin sín óskert um hver mánaðarmót, með öllum bitlingunum sem fylgja þeim. Frítt þetta og hitt, sem almúginn þarf að borga sjálfur.. 

 


mbl.is Svelta sig svo börnin fái mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfund

Var það ástæða stórfellds þjófnaðar þessa manns? 

 Öfundaði hann fangana svona mikið vegna aðbúnaðar þeirra að hann þráði að verða einn af þeim? 

Ætli hvítflibbaglæpamennirnir sem hann vistaði hjá sér hafi kennt honum hvernig best sé að komast í vel launað frí? 

Með allri þjónustu eins best verður boðið á Íslandi, með tannlæknaþjónustu og ýmsu öðru sem fylgir afplánun fanga í dag?

Kannski gætu fátæk börn og fátækir foreldrar tekið hann sér til fyrirmyndar, þá fengju þau kannski tannlæknaþjónustu við hæfi? 

Ps:  bara til þess að fyrirbyggja misskilning, þá er þetta kaldhæðni.... 


mbl.is Forstöðumaður Kvíabryggju handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvallarréttindi landsbyggðarmanna

Að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni um ókomin ár.

  Ég vil að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað í Vatnsmýrinni þar sem hann hefur verið í rúm 50 ár. 

Mér finnst það vera mannréttindi landsbyggðarfólksins að hafa flugvöllinn í miðborg höfuðborgarinnar, borgar okkar allra sem búum á Íslandi.... 


mbl.is Vilja flugvöllinn áfram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bitlingur hér og bitlingur þar

Þessi stjórn er dugleg að ráða vini, vandamenn og flokksfélaga í vænar stöður hjá ríkinu. 

Öll þessi tímabundnu störf eru bara til þess að fara á sveig við lög, það er bannað að ráða í störf hjá ríkinu nema að undangenginni auglýsingu á starfinu. 

Auðvitað á að auglýsa öll laus störf á vegum ríkisins... 


mbl.is Tólf ráðnir án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hlusta á hagfræðinginn, hlustið frekar á jarðfræðinginn!!!

Ég er hætt að skilja stjórnvöld, hversvegna vill stjórnin að ég gerist bandamaður glæpamanna? 

Til dæmis svona  "Atkvæðagreiðslan á að vera þín eiginhagsmunapólitík. Hrunið var ekki þér
að kenna og það eru stóru fjármagnseigendurnir sem einir hafa hag af
því að borga Icesave en ENGIR aðrir."   http://blog.eyjan.is/haukurn/2011/02/28/ad-samthykkja-icesave-eda-ekki/

Eða vegna þessa?  http://vald.org/greinar/110228/  

 Svo þetta...  http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1146797/?fb=1   ÉG er ekki glæpafélagi Björgólfanna, Jóns Ásgeirs og vina þeirra...

Eða þetta   http://www.dv.is/leidari/2011/2/25/strid-okkar-gegn-spillingu/

Ég er ekki samsek þjófunum sem létu greipar sópa um einkareknu bankana sem fóru á hausinn í hruninu....  Ég ætla ekki að borga krónu fyrir þessa glæpahunda....


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hugleiðing um græðgi

Ég er alveg viss um það að græðgin er það versta sem getur komið fyrir fólk.

  Það virðist vera reglan, að ef fólk færist upp í metorðastiganum, hvort sem það er verðskuldað eða (frændsemi/flokkshollusta/eða vinátta) ekki. 

 Þá byrjar strax þessi árátta að reyna að ná sér í bitling eða reyna að hlaða meira undir rassinn á sjálfum sér, vinum sínum, ættingjum og flokksfélögum...

Fólk í áhrifastöðum reynir að ráðskast með og ná sér í meira fé,  afslætti og sérkjör hvar sem er.

Ég er orðin leið á sjálftökuliðinu sem skammtar sjálfu sér meira en öllum hinum, fólkinu sem stofnar hlutafélög um launin sín, til þess að þurfa ekki að borga skatta eins og við hin.

Ég ætla að berjast fyrir því í framtíðinni að það verði einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn, afhverju ætti sjálftökuliðið að hafa betri lífeyrisréttindi en við hin? 

Eru þau eitthvað betri en við hin? 

Maður spyr sig....


Áfram Kristmenn Krossmenn

Það er furðulegt að könnun þessa fyrirtækis Eurobarometer segi að 26% Íslendinga treysti íslenska landhernum.

Eini herinn sem ég veit að starfar á Íslandi heitir Hjálpræðisherinn, hann vinnur að vísu í þágu þeirra sem minna meiga sín í þessu þjóðfélagi. 

Mér finnst það frábært ef 26% landsmanna styðja Hjálpræðisherinn, sem rekur meðal annars dagsetur fyrir þá sem ekkert eiga..  Allir eru velkomnir í dagsetrið, þar er hægt að fá sér að borða, hvíla sig, þvo þvott, fara í bað og ábyggilega eitthvað annað sem ég er búin að gleyma.....


mbl.is 26% treysta íslenska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur segðu af þér

Hvernig dirfist hann að tala svona? 

Hvernig dettur honum í hug að við þjóðin getum samþykkt IceSlave skattinn til Breta og Hollendinga?

Við þjóðin fáum ekki að vita hvar hundurinn liggur grafinn, hversvegna eigum við að samþykkja IceSlave III án þess að vita allar staðreyndir málsins. 

Ennþá eru stjórnvöld að fara á bakvið þjóðina, með leyndarmálum og trúnaðargögnum sem örfáir hafa séð. 

Ég vil gegnsægi og allt uppi á borðum, þessvegna ætla ég að segja NEI við þessari ánauð sem sitjandi stjórn vill þröngva upp á okkur þjóðina. 


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband