3.1.2010 | 23:44
Vonandi hefur Birgitta Jónsdóttir rétt fyrir sér
"
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, segist treysta því að forseti Íslands hlusti á vilja stórs hluta þjóðarinnar og neiti að skrifa undir Icesave-lögin. Í fyrrasumar hafi ríkisstjórnin ákveðið að ganga til aðildarviðræðna um inngöngu Íslands í ESB sem sé umdeilt mál og hafi orðið til að kljúfa þjóðina. Með því að neita undirskrift laganna nú geti forsetinn hins vegar sameinað þjóðina að baki sér. Eðli embættisins sé að vera sameiningartákn og mikilvægt að svo sé í raun, í þeim erfiðleikum sem þjóðin þurfi nú að kjást við."
Ég hef mikla trú á þingmönnum Hreyfingarinnar, mér finnst þau hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Stjórnarþingmenn virðast hafa hagsmuni Breta og Hollendinga að leiðarljósi.
Forsetinn leiti álits lögmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér Jóna. Þetta virðist vera eina fólkið sem nefnir ekki flokkinn sinn í öðru hverju orði í viðtölum. Þau eru virkilega að hugsa um hag okkar.
Halla Rut , 4.1.2010 kl. 01:06
Já ég líka, alveg sammála þessu. þetta er náttúrulega bara sorglegt í aðra höndina hvernig er verið að reyna að snúa þessu há alvaralega máli í skrípaleik með hótunum út og suður. Kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.1.2010 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.