11.1.2010 | 01:41
Vá!!
Þvílík snilld, ég fór ásamt frumburðinum mínum og örverpinu að sjá þessa mynd Avatar í 3D í gær sunnudag, okkur þremur fannst myndin alveg frábær. Ég tæpra 50 ára, frumburðurinn rúmlega 30 ára og örverpið 12 ára. Við vorum allar með bros á vör þegar við gengum út úr Háskólabíó í kvöld. Þessi James Cameron er snillingur, ég spái því að myndin fái yfir 10 Óskarsverðlaun.
Avatar setur þrívíddarmet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég gef myndinni ***** stjörnur af 5 mögulegum.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2010 kl. 01:50
Sonur minn var að hæla henni ,en einhver hér á blogginu var að líkja henni við Phokahontas, (Man ekki hvernig það er skrifað).
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2010 kl. 03:21
Sammála því að myndin sé góð, enda valdi ég hana ásamt Inglourious Basterds sem bestu mynd ársins 2009. Ég hef því miður ekki náð að sjá hana í 3D en get það vonandi síðar - verandi á Akureyri...
En að myndin fái yfir 10 Óskarsverðlaun, það er hæpið. Sérstaklega þar sem "metið" á mynd er 11 verðlaun. Ég held hins vegar að tækniverðlaunin flest falli myndinni í skaut, og að fjöldi verðlauna í lokin geti orðið um 7-8.
Frábær mynd!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 07:21
Birni Bjarnasyni þótti þetta slæm mynd, m.a. vegna þess að þar var -að hans mati- deilt á tæknivæðingu. Hef ekki séð hana sjálf.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.1.2010 kl. 05:07
Ha ha ha ... Björn hefði einmitt gott af því að reyna skilja boðskapinn í þessari mynd, þó svo að handritið sjálft sé ekkert það besta i heimi. Þeir sem taka einmitt til orða eins og Björn, að myndin sé slæm vegna þess að það sé deilt á tæknivæðingu, ... þeir eru jafn vitlausir og repúblikanar sem finna fáránlegar myndlíkingar í myndinni og telja hana óameríska og þar af leiðandi "rusl"
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.