Ég vil frekar drepast úr þorsta en að drekka þennan beiska drykk Steingríms

Hversvegna datt Steingrími í hug þessi samlíking?  Að drekka beiskan drykk eða að deyja úr þorsta?  Er hann orðinn algjörlega samdauna samspillingunni?  Hefur maðurinn enga sjálfsstæða skoðun í dag?  Hann er algjörlega heillum horfinn.  Ég held að Vinstri Grænir ættu að kjósa sér nýjan formann.  Steingrímur er búinn að gefast upp fyrir Bretum og Hollendingum áður en stríðið er hafið.... 

Þessi samlíking mín kemur til vegna þess að Vinstri Grænir voru í herbúðum í síðustu viku, í þeim herbúðum hefur greinilega verið fjöldauppgjöf.  Þeir þora ekki að leggja í stríðið og gefast upp fyrirfram!!   Það er skömm að þessu. 


mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeins

ég er 100% sammála þér :)

Kolbeins, 16.1.2010 kl. 01:03

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæl Jóna Kolbrún.

Þú talar um "fjöldauppgjöf" í herbúðum hjá Vinstri Grænum.

Er þessi Kommúnismi, Anarkismi, Maóismi, Trotskýismi, Stalínismi og þessháttar ismar ekki með það sameiginlegt með Framsóknarmönnum sem beittu því á bændastéttina, að því fátækari og ömurlegri sem þjóðin er og þarf að lepja dauðann úr skel, því betri jarðvegur undir valdabaráttu þeirra.

Kommarnir og þeirra líkar komast hvergi að í góðærum og því er allt slíkt eitur í þeirra beinum.  Þess vegna vilja þeir að við verðum ICESLAVErs.  Skuldaþrælar eins lengi og hægt er.

Allar þessar stefnur eru hrein trúarbrögð.  Manst þú eftir fréttunum frá nokkuð mörgum árum síðan, að nokkrir trúflokkar fóru á afvikna staði, helst í afvikin skógarsvæði inni í einhverjum frumskógum og frömdu FJÖLDA-SJÁLFSMORÐ.     Óskum við Vinstri Grænum og taglhnýtingum þeirra Samfylkingunni þess sama?

Spyr sá sem ekkert veit.....

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2010 kl. 01:12

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Björn Bóndi, ég er sammála þér að allar þessar stefnur séu hrein trúarbrögð.  Ég lét af hægri trúnni við hrunið og er ég næstum pólitískur trúleysingi í dag.  Þessvegna treysti ég bara Hreyfingunni í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2010 kl. 01:18

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Sæl Jóna mín,leit hér inn í kvöld sá að við voru mað glíma við sama furðufuglinn,ég átti eftir að botna minn. Margir túlka framkomu hans sem uppgjöf,vildi að satt væri,Hann ætti að eftirláta Lilju ráðherradóminn. Annars held ég að það sé stutt í lok þessarar martraðar. Ég er að útbúa miða á bílinn með   NEI 

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2010 kl. 02:05

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jóna Kolbrún;  Ég held að Hreyfingin sé vel haldbær.  Að minnsta kosti standa þingmenn þeirra sig vel í því að standa á eigin meiningu (að undanskildum Borgaraflokksþingmanninum Þránni sem alltaf hefur verið úti í vinstra horni í fýlu við allt og alla).  Hve margir VG og Samfylkingarmenn ætli að hafi raunverulega fylgt sannfæringu sinni við atkvæðagreiðsluna um þjóðaratkvæðagreiðsluna annarsvegna og Icesave lögin hinsvegar?  E.t.v., Ögmundur og 2 - 3 aðrir. Ekki mikið fleirri.

Þótt ég kjósi ekki Hreyfingarþingmennina, þá er það vegna þess að aðrir ganga fyrir hjá mér, en Hreyfingin er góð og hefur verið sjálfri sér samkvæm.  

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2010 kl. 02:06

6 Smámynd: Sigurjón

Sæl verið þið öll.

Ég er mest hissa á að grasrótarhreyfing VG skuli ekki krefjast afsagnar SJS.  Hann er gjörsamlega búinn að selja allt sem hann stóð fyrir í stjórnarandstöðu...

Sigurjón, 16.1.2010 kl. 02:50

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sigurjón Vilhjálmsson; Sæll og blessaður. Það þarf að átta sig á að VG eru trúarbrögð þar sem æðstipresturinn hefur rétt fyrir sér og er studdur í gegnum þykkt og þunnt.

Hvernig er ekki hjá Ameríkananum sem fylgir "ættjarðarástinni" með orðunum: "America right or wrong".

Svona er þetta hjá t.d., Rómversk Kaþólsku kirkjunni.  Þar niðast barnaníðingar, nauðgandi börnum í heilögum kuflunum sínum og kirkjan reynir að fela það.  Þegar upp kemst, þá hverfa sóknarbörnin ekki á braut, heldur flykkjast um kirkjuna sína og styðja hana.

Það sama virðist vera að gerast milli Steingríns J. Sigfússonar formanns annarsvegar og grasrótar Vinstri Grænna hinsvegar.

"Tilgangurinn helgar meðalið" á þeim bæjunum.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband