4.2.2010 | 01:59
Heyr, heyr
Loksins eru góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga, Norðmenn ætla að hætta að nota Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess að pína okkur til þess að borga IceSlave í topp. Mér finnst að stjórnarmenn allra norðurlandanna mættu skammast sín, fyrir það að láta AGS segja sér fyrir verkum. Ég vil sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn burt frá Íslandi við fyrsta tækifæri. Helst á morgun!!
Bretar og Hollendingar verða að sætta sig við það að IceSlave samninginum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars. Ég hef mestar áhyggjur af því hvaða áætlun stjórnin ætlar að setja í gang þegar IceSlave samninginum hefur verið hafnað. Segir stjórnin af sér? Eða vísar hún IceSlave samninginum til dómstóla?
Nota AGS sem vopn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þrátt fyrir níðið sem Þórólfur Mattíasson skrifaði í norskt blað. Þð sínir hve við erum öflug. Ég kaus á mánudag.
Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2010 kl. 04:09
Verð var við mikinn stuðning við okkur hér hjá Norðmönnum.
Einar Örn Einarsson, 4.2.2010 kl. 22:18
Gott að heyra EinarBáðir kostirnir eru góðir Jóna að þau vísi icesave til dómstóla og segi svo af sér!
Sigurður Haraldsson, 4.2.2010 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.