8.2.2010 | 01:45
Ég hef ekki heyrt vinningslagið
En mér líst ekki á nafnið á laginu. Je ne Sais Quoi? Hvað þýðir það? Afhverju var ekki sungið á ástkæra ylhýra, íslenskunni? Ég er fylgjandi því að öll lög séu flutt á móðurmáli landsins sem sendir lagið. Mér finnst það grundvallaratriði í þessarri söngvakeppni.
Ísland í fyrri riðlinum í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef ekki heldur heyrt hin lögin sem voru í keppninni, mér leiðist Eurovision keppnin alveg hræðilega mikið. Það eina sem ég raunverulega horfi á er stigagjöfin og hversu mörg stig við fáum, og frá hverjum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2010 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.