8.2.2010 | 02:57
Á morgun missi ég aðra tönn
Ég er kona á "besta" aldri og einstæð móðir með þrjú börn á framfæri mínu. Ég hef ekki efni á almennilegri tannlæknaþjónustu, fyrir sjálfa mig. Ég missti eina tönn í haust, vegna þess að ég hafði ekki efni á því að punga út 150.000 krónum fyrir Krónu. Núna þarf ég að láta rífa aðra tönn úr mér, vegna þess að ég hef ekki meiri fjárráð en í haust. Ég er farin að sjá fyrir mér að ég verði að fá mér falskar tennur eftir nokkur ár, ef ég neyðist ekki til þess að verða tannlaus vegna dýrtíðar.
Athugasemdir
Skil þig. Athugum líka að falskar tennur eru ekki heldur ókeypis. Spónamatur eftir sextugt!
Eygló, 8.2.2010 kl. 03:23
Ég hef ekki haft efni af að fara ekki reglulega til tannlæknis Kostnaðurinn verður ekki svo hár ef maður fer tvisvar á ari í skoðun. Þá er hægt að fyrirbyggja skemmdir með tannhreinsun hjá tannlækninum.
Annars finnst mér dyrt að borga 150 000 fyrir krónu. Okkar tannlæknir tekur innan við 100.000.
Heidi Strand, 8.2.2010 kl. 08:16
Ekki fellur gengið á þessum krónum (kórónum)
Eygló, 8.2.2010 kl. 14:16
Nei því miður hefur það hækkað í öfugu hlutfalli við krónuna. !
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.2.2010 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.