13.2.2010 | 02:40
Það sem við neytendur getum gert
Í öllum öðrum Evrópulöndum hafa neytendur ákveðið vald, sem þeir nota óspart þegar verslunareigendur hækka vöruverð og eru að öðru leiti ósanngjarnir. Ég ætla að sniðganga verslanir Haga héðan í frá. Ég hef ekki verslað við verslanir Haga í nokkra daga. Mér líður miklu betur á sálinni við það.
Ég bý á Seltjarnarnesi og fór ég í ýmsar útréttingar í gær. Ég fór í Tryggingarstofnun, til sýslumannsins í Kópavogi og endaði ég í Fjarðarkaupum þar sem ég gerði mín innkaup. Ég varð smá hissa þegar ég sá hversu stór verslun Fjarðarkaupa var og vöruúrvalið hjá þeim.
Svo vantaði mig smáræði sem ég gleymdi að kaupa í Fjarðarkaupum og fann ég það í Melabúðinni. Ég gæti alveg vanið mig á það að versla við þessar verslanir næstum eingöngu.
Athugasemdir
Rétt hjá sýsla er Kostur,þægilegt að vesla þar. Raðað ofan í poka fyrir kúnnann,minnsta kosti,núna. Margt sem ekki fæst annarstaðar ef maður fer sér hægt,finnur maður það.
Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2010 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.