15.2.2010 | 01:28
Lögreglan þarf meira fjármagn
Það hefur sýnt sig í gegnum árin að fyrirbyggjandi aðgerðir lögreglunnar skila miklum árangri þegar eftirliti með umferð. Ég er búin að vinna kvöldvinnu í 20 ár og er ég oft seint á ferðinni í umferðinni.
Á árum áður var ég oft stöðvuð og ökuskírteini athugað og ég látin blása í blöðru og stundum þurfti ég ekki að blása neitt. Núna er það viðburður ef ég sé lögreglu í umferðinni á nóttunni.
Ég held að fjölga þurfi lögreglumönnum/konum og auka fjárframlög til löggæslunnar. Svo þarf líka að bæta fjárframlög til Landhelgisgæslunnar, það ætti að vera forgangsatriði að löggæsla á landi og sjó sé í lagi hérna á Íslandi.
Hætta í Þingholtunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.