21.2.2010 | 02:35
Hræðslan við þjóðaratkvæðagreiðsluna ræður för
Ég er hrædd um það að hræðslan við þjóðaratkvæðagreiðsluna ráði för í IceSlave-málinu. Ég held að skipanir hafi komið frá ESB um það að þjóðaratkvæðagreiðslan mætti ekki fara fram hérna, hvers vegna spyrja sumir sig.
Svarið er svona, og þetta er bara kenning sem ég hef heyrt á förnum vegi. Ef við Íslendingar höfnum IceSlave í þjóðaratkvæðagreiðslunni er komið fordæmi sem aðrar Evrópuþjóðir vilja alls ekki fá yfir sig. Að fólk geti tekið sig saman og heimtað að fá að kjósa um hin ýmsu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Svo er hitt málið, ef við höfnum IceSlave samninginum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verður gert áhlaup á alla banka í Sviss og marga aðra banka í Evrópu og allt færi í kalda kol. Þetta eru bara kenningar sem ég hef hlerað á förnum vegi.
Svar komið vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að hinn almenni launamaður sæki rétt sinn,sem peningaöflin reyna að neita honum um,þrátt fyrir eigin regluverk,sem þau bera ábyrgð á.
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2010 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.