22.2.2010 | 02:54
Þannig er mitt álit á Jóhönnu og Steingrími
Rottur
Milli þils og moldarveggja
Man ég eftir þeim,
Ljótu rottunum
Með löngu skottunum
Og stóru tönnunum
Sem storka mönnunum,
Sem ýla og tísta
Og tönnum gnísta
Og naga og naga
Nætur og daga.
Fjöldi manna
Felur sig bakvið tjöldin.
Þeir narta í orðstír nágrannanna,
Niðra þeim sem hafa völdin,
Eiga holu í hlýjum bæjum,
Hlera og standa á gægjum,
Grafa undan stoðum sterkum,
Stoltir af sínum myrkraverkum.
Allar nætur, alla daga
Er eðli þeirra og saga
Að líkjast rottunum
Með löngu skottunum
Og naga, naga.
-Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Þau fylgja dæmi rottanna, þau ljúga og svíkja og grafa undan stoðum sterkum, stolt af sínum myrkraverkum....................
Funda um Icesave síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.