Minning

Elskulegur faðir minn lést í gær. Garðar Rafn Sigurðsson, framreiðslumaður  f. 23.01.1941 d. 04.03.2010. Hann vann sem barþjónn á Hótel Borg í 25 ár og eftir það vann hann eitt ár á Hótel Örk.  Síðan stofnaði hann ásamt móður minni Grensáskaffi, sem staðsett var á Grensásvegi 12  þau áttu þann stað í 7 ár. 

Eftir það fyrir rúmum 12 árum lét pabbi minn gamlan draum rætast, hann stofnaði pöbb á Laugarveginum.  Þennan pöbb höfum við fjölskyldan rekið í rúm 12 ár. 

  Hann greindist með krabbamein í ristli fyrir tæpu ári síðan, hann fór í aðgerð það sem krabbameinsæxlið var fjarlægt.  Ég mætti með honum hjá krabbameinslækninum sem sagði honum að krabbameinið væri ólæknandi.  Það höfðu fundist 5 meinvörp í lifrinni.  Samt var byrjað á krabbameinsmeðferð, sem fólst í reglubundinni lyfjagjöf á göngudeild aðra hverja viku.  Svo þurfti hann pabbi að gleypa ógrynni af töflum. 

Hann var byrjaður í lyfjameðferð, hann fór í einu og öllu eftir því sem læknarnir hans sögðu.  Borðaði bara það sem hann mátti borða, engar unnar kjötvörur og allskonar hollustuvörur.

 Ekki löngu eftir það þurfti hann að fara í kransæðavíkkun.  Pabbi var duglegur að fara eftir því sem læknarnir sögðu.  Hann borðaði bara það sem hann mátti borða og mætti samviskusamlega í æfingar uppi á Landsspítala.  

Hann kenndi sér meins síðastliðinn laugardag, hann fékk verk fyrir brjóstið og fór uppá spítala.  Þar voru teknar blóðprufur og hann settur í hjartalínurit.  Um hádegisbil á sunnudag var hann útskrifaður af Landsspítalanum.  Honum leið ekki illa og fór í góðan göngutúr ásamt dóttur minni hérna á Seltjarnarnesinu. 

Aðfaranótt mánudagsins veiktist hann illa, hann kastaði upp alla nóttina og hringdi systir mín í mig um hádegið á mánudeginum.  Við fórum báðar í heimsókn til pabba og var hann fárveikur og máttlaus. 

Á mánudagskvöldið hringdi móðir mín á sjúkrabíl, þegar uppá spítala var komið var mjög af pabba dregið.  Lækna á hjartadeildinni grunaði að pabbi hefði sýkst af Noro Vírusinum, sem er bráðsmitandi magapest. 

Noro vírussmit var staðfest í pabba á miðvikudagsmorgunn.  Pabbi var í einangrun allann tímann sem hann var á spítalanum, við fjölskyldan fengum ekki að hitta hann.  Hann dó fyrir tæpum sólarhring síðan, hann fékk hægt andlát í svefni. 

Hvíl þú í friði elsku pabbi minn, ég elska þig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Innilegar samúðar kveðjur,Jóna Kolbrún mín.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2010 kl. 03:01

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég votta þér innilega samúð mína

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.3.2010 kl. 07:33

3 Smámynd:

Sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur.

, 5.3.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: Ragnheiður

Elsku vinkona, hjartans kveðjur til þín. Ég hef heyrt fallega talað um hann að viðskiptavinum ykkar á Laugavegi og aldrei nema gott. Ég þurfti að byrja að læra hvar væri hjá honum Garðari -þangað vildu þeir fara karlarnir.

Ragnheiður , 5.3.2010 kl. 19:03

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sendi þér mínar dýpstu samúðaróskir Ég sé á skrifum þínum um pabba þinn að þér þykir fjarskalega vænt um hann þannig að ég skil að þú hefur misst mikið. Ég dáist af þér að hafa ráðið við það að skrifa svona fallega um hann þrátt fyrir hve stutt er síðan hann kvaddi. Ég trúi að skrifin hafi fært þér einhverja líkn. Textinn þinn segir mér líka að þú eigir minningar um góðan föður. Þær eiga vonandi eftir að styðja þig í gegnum sorgarferlið. Sendi þér þétt faðmlag og óska þér styrks og friðar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.3.2010 kl. 00:09

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka ykkur öllum samúðarkveðjurnar.  Pabbi minn var einn af mínum bestu vinum alla mína ævi.  Ég var pabbastelpa alveg frá byrjun og til enda.  Við áttum sérstakt samband alla mína ævi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2010 kl. 03:05

7 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég votta þér samúð mína vegna fráfalls föður þíns.

Það er sárt að horfa á eftir þeim sem við elskum, en í gegnum tíðina hef ég lært að þeir sem við þurfum að kveðja, eru ekki farnir frá okkur, vegna þess að þeir munu lifa í hjarta okkar alla ævi. 

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 7.3.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband