Til hamingju með daginn

Loksins er Nei dagurinn okkar upprunninn.  Ég vona að kosningarþáttaka verði góð og að mikill meirihluti staðfesti synjun á staðfestingu þessarra ömurlegu laga um IceSlave samninginn.  Sem sitjandi stjórn þvingaði í gegnum þingið á milli jóla og nýárs.  Ég hvet fólk til þess að kjósa og kjósa á móti þessum IceSlave lögum. 

I save, you save.

We all save, for IceSave. 

Þessar línur samdi sonur minn þegar frumvarpið um IceSlave var samþykkt á Alþingi á milli jóla og nýárs í fyrra. 


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einhverskonar spennufall hjá mér,langar að gleyma þessari martröð.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2010 kl. 03:18

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já minnum á lýðveldi góðar stundir.

Sigurður Haraldsson, 6.3.2010 kl. 09:48

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

EF VIÐ VILJUM FRJÁLST LAND - FRJÁLSA ÞJÓÐ ÞÁ MÆTUM VIÐ - NÝTUM KOSNINGARÉTTINN OG MERKJUM VIÐ NEI

AÐ KJÓSA HEIMA ER LÍTILSVIRÐINGA VIÐ FRELSI ÞJÓÐARINNAR OG ÞJÓNKUN VIÐ OFBELDISÞJÓÐIRNAR

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.3.2010 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Engin spurning um það hjá mér.  Til hamingju með Nei daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Mér finnst kosningatölurnar ekki nógu afgerandi nú þegar þetta er ritað.   Allt of fáir hafa nú nýtt sér rétt sinn til þess að segja NEI. Vonandi drífa sig fleiri til þess að kjósa, svo hægt verði að fá afgerandi niðurstöðu varðandi þennan samning.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 6.3.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband